þriðjudagur, október 31, 2006

Ylmurinn

Fyrir tæpum 20 árum síðan las ég Ylminn eftir Patrick Suskind. Þessi bók hefur vekur enn upp óhug hjá mér yfir fegurð ljótleikans sem þar er líst. Þessi saga er núna komin upp á hvítatjaldið og hvaða kvöld er betra en Halloween til að fara á slíka mynd.
Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við miklu af myndinni sem hefur meðal annars að skarta Dustin Hoffman. En hún stóð algerlega undir mínum vonum. Vel gerð, vel leikin og þessi einstaka lísing á grimdinni, sett fram á svo fallegan hátt kemst svo sannarlega til skila. Strákurinn sem leikur Jean-Babtiste smellpassar inn í hlutverkið. Og ekki var síðra að sjá svipmyndir frá "gömlu París".
Ef það er eitthvað sem truflaði mig var það Alan Rickman sem fer með hlutverk í myndinni og ég náði aldrei að átta mig á því hvaðan ég kannaðist við hann. Það var ekki fyrr en ég googlaði hann að ég áttaði mig... Prófessor Snipe úr Harry Potter myndunum. Lélegt af mér að láta þetta fara svona í mig. En myndin er ein af þessum myndum sem maður verður að sjá.

Fram eftir nóttu

Leigubíllinn fór með Marwan út á flugvöll enn eina ferðina í morgun. Gatan okkar er undirlögð undir markaðinn eins og aðra morgna og engin bílaumferð kemst þar um. Ég labbaði því með honum út á horn til að bíða eftir bílnum eins og svo oft. Kom svo ein til baka. Ótrúlegt hvernig eldspítustokkurinn sem við köllum íbúð virðist tómur.
Ætluðum aldrei að tíma að fara sofa í gær. Þegar maður sofnar er ekkert eftir nema að vakna og fara út á flugvöll. Settum því þá eðal mynd Posedon í DVD spilarann einhverntíma uppúr eitt og kúrðum fyrir framan hana og spekúleruðum í framvindu myndarinnar og hverjum yrði fórnað næst. Höfðum yfirleitt rétt fyrir okkur, börn og ástfangið fólk er sjaldnast drepið í svona mydnum heldur eru það yfirleitt hrokafullu, montnu eða veiklindu einstaklingarnir sem panikera. Einnig sem allavega einn deir fyrir ákveðna hetjudáð, sem bjargar öllum hinum.
Áttum samt ágæta stund í kúri fyrir framan imbann frameftir nóttu.

mánudagur, október 30, 2006

Vetrartími

Búið að breyta yfir í vetrartíma. Klukkan var færð aftur um klukkustund á sunnudagsmorguninn og græddum við því klukkutíma lengur í kúri. Góðu fréttirnar eru þær að sólin kemur klukkutíma fyrr upp á morgnana. Slæmu fréttirnar eru þær að hún sest líka klukkutíma fyrr á kvöldin.

Veðurblíða helgarinnar hefur verið með ólíkindum. Langt fram á kvöld lullar hitinn í 20 gráðum. Yfir hásumarið sest sólin ekki fyrr en um 22:00 á kvöldin. Nú er hún hinsvegar verulega farin að lækka strax um 18:00. Að sitja úti í myrkri og hita um átta á kvöldin er því nýlunda fyrir okkur. Marwan hefur líkt veðrinu við Kaíró – veðurfar.

Er á meðan er.
Svo þakkar maður bara fyrir gróðurhúsaáhrifin.

miðvikudagur, október 25, 2006

Meira af bókasafninu

Á bókasafninu eru um 13 borð, hvort með 8 plássum. Á hverju borði eru tveir vígalegir grænir lampar í stíl við grænann dúkinn á gömlu viðarborðinu. Spjaldskrá safnsins er fyrir löngu komin á rafrænt form en gömlu spjaldskrárnar standa hér enn á víð og dreif og gefa safninu ákveðinn sjarma. Þessar skrár geta nú reyndar enn komið sér vel sællar mynningar þegar tölfukerfið á mannfræðisafninu hrundi og komst ekki í gang aftur fyrr en vikum seinna. Einnig eru lágir rekkar meðfram veggjum og frístandandi á gólfinu líka ásamt tveimur löngum rekkum fyrir miðju sem skarta því tímaritaefni sem komið hefur út síðastliðinn mánuð og er uppfærður í hverri viku.

Fólkinu sem sækir bókasafnið er hægt að setja í tvo hópa. Það eru háskólanemarnir sem fjölgar eftir því sem á líður önnina. Þetta eru mest náttúrufræði nemar. Enda bókasafn sem sérhæfir sig í þeim málum. Þetta er fólk sem kemur úr ýmsum áttum, bæði ljóst, dökt og gult á hörund. Enginn gengur hinsvegar um á hælum og klæðnaður er ekki það nýjasta sem maður sér í tískuhúsum borgarinnar.

Svo eru það eftirlauna hópurinn. Hinn gerð gestanna. Þeir eru alltaf jafn margir á hvaða árstíma sem er. Prósentuhlutfall þeirra fer því eftir hvar á önninni háskólinn er. Þetta eru allt frá skeggjuðu flauelsbuxna og prjónavestis týpunni í yngri kantinum, sjálfsagt ekki komnir á eftir laun enn upp í hvíthærða herramenn sem sitja umkringdir stórum gömlum skruddum með fátt annað sér að vopni en yddaðann blíant.
Þessi seinasti hópur virðist sniðgangast algerlega nýju tímaritin sem skarta glansandi kápum í miðjum salnum. En heldur sig mikið við tvö fremstu borð fyrir miðju. Þar eru líka þar til gerðir standar til afnota til hægindarauka þegar flétt er í allt of stórum ritum. Þetta er líka einu borðin í salnum þar sem áfastir eru 2 borðyddarar.

miðvikudagur, október 18, 2006

Rólegheit á bókasafninu

Á bókasafninu í gær var enginn þegar ég kom þangað inn. Oft er fáment en aldrei hafði ég séð hvert einasta borð autt. Afgreiðslan var meira að segja tóm en þar fyrir innan sá ég inni á einni skrifstofunni í konu sem talaði í síman.

Undanfarna daga hefur veðurblíðan leikið við okkur með ótrúlegri gjafmyldi, um og yfir tuttugustiga hiti og sól upp á næstum hvern einasta dag í tvær vikur. Fréttirnar höfðu hinsvegar farið út að frá og með morgundeginum tæki þessi veðurblíða enda. Mér fanst það samt engin ástæða hjá fólki að mæta ekki á bókasafnið, en sá svosum ekki aðra líklega útskýringu á málinu.

Fann mér sæti aftarlega í salnum, tók tölfuna mína upp úr töskunni, leitaði í bókasafnsskránni að ritum sem mig vantaði, fylti út þartilgert spjald sem ég lagði á afgreiðsluborðið ásamt skýrteininu mínu.

Konan úr bakskrifstofunni var búin í símanum og komin framm. Ég furðaði mig eitthvað á því að safnið væri tómt. Hún horfði á mig pínu hissa. Þá datt mér sú fáránlega hugmynd í hug að safnið væri kanski ekki opið og grínaðist eitthvað með það. En jú, safnið var lokað!

Ég skildi núna af hverju dyravörðurinn niðri hafði horft svona stíft á mig þegar ég labbaði upp stigann. Horfði og hleifti mjög gangrýninn á svip í brýrnar.

Í dag ætla ég að vinna heima... sem sagt tilvalið tækifæri til að laga aðeins til, hlusta á útvarpið og blogga.

mánudagur, október 16, 2006

Mandarínur og jólaskap

Var að rölta um grænmetisdeildina í stórmarkaðnum mínum og rak augun í mandarínur. Fyrstu mandarínur vetrarins. Pakkaðar inn í rauð net. Ég valdi mér álitlega pakkningu, þefaði, allar pakkningarnar lyktuðu vel. Lyktin var yndisleg, jólaleg og á sama tíma heltust yfir mig mynningar úr eldhúsinu hjá mömmu og pabba. Síðdegi, íslenskt skammdegi skollið á, húsið er hálf myrkvað enda bara pabbi uppi á skrifstofunni sinni og Ása systir við eldhúsborðið, kanski er kveikt á rás 2 í útvarpinu, mandarínulyktin liggur í loftinu.
Fyrstu jólagjafirnar eru mættar til Parísar líka. Komu með SPáli frænda og hans konu sem eru hér í menningar- og matarferð. Fæ líklegast hangikjöt í næstu viku. Jólunum reddað.

miðvikudagur, október 11, 2006

Kvöldstund

Kom við í uppáhalds bakaríinu okkur á leiðinni heim af bókasafninu í dag og keypti franska brauð stöng með kvöldmatnum. Kom við í kjörbúðinni og keypti tómata sem ég gleymdi að kaupa á markaðnum í morgun. Kom heim og helti tilbúnu súpunni í pott sem varð heit á svipstundu, tilbúin að seðja sárt hungur mannsins míns sem kom heim tíu mínútum seinna. Var hugsað til kvenna í eyðimörkum miðausturlanda sem hefðu staðið í ímyndaði ég mér minst 3 tíma að sjóða, stappa og mauka grænmetið í súpurnar sínar. Ég dró að mér andann og þakkaði Knorr í huganum.

Meðan við borðuðum súpuna lágu nýskoluðu fersku hörpuskelfiskarnir frá Normandie sem Marwan keypti af einhverjum í vinnunni í sigtinu frami í eldhúsi og létu dropa af sér.

Kvöldmaturinn var yndislegur. Hvítur fiskur ættaður frá Tælandi, hörpuskelsfiskarnir framangreindu mallað í rólegheitum í lauk, hvítlauk og tómötum. Basmati hrísgrjón með og nóg af Volvic vatni sem minnir mig svo á íslenska vatnið.

Ostar, miðausturlenskt sætabrauð, grænt te með mintu ... horfðum á 2 þætti af húsmæðrunum örvæntingafullu.

Á morgun leysi ég af í afgreiðslunni á hótelinu frá átta til átta. Vakna klukkan sjö og hita mér te horfandi út í rökkrið fyrir utan eldhúsgluggann. Sólin kemur ekki upp fyrr en rétt eftir átta þessa dagana.

mánudagur, október 09, 2006

París París


Enn eymir eftir af sumri í París. Við Notre Dame kirkjuna í gær var gamall kall með brauðmola og smákökur sem laðaði að smáfugla og smástelpur

Sólin var yndisleg og allir virtust vera á ferli. Kampavínshöfuðverkurinn frá kvöldinu áður mynti reyndar óþarflega mikið á sig en varð aldrei svo svæsinn að ég skildi efast um gerðir mínar.

Plön vikunar eru hemildarvinna á bókasafnunu, bíó ferð helst á einvherja létta gamanmynd, út að borða líklegast Mið-Austur eða Austurlent og slappa af heimafyrir yfir góðum mat og mis lélegu sjónvarpsefni.

fimmtudagur, október 05, 2006

Bull og vitleisa eða eitthvað annað ?

Ég er nú ekki mikið fyrir conspiracy theories en eins og flestir vita hefur verið orðrómur í gangi um að bandarískt batterí sér á bakvið 9/11 árásirnar. Sem skýrir af hverju Bush varð ekki meira hissa þegar hann fékk fréttirnar og hélt áfram að lesa í barnabókum. Sú staðreind einnig að einhver hundruð gyðinga komu ekki til vinnu í turnana þennan morgun er líka áhugaverð, undarleg tilviljun eða ?
Ég mæli með að kíkja á þetta myndband
http://www.officialconfusion.com/77/mindthegap
/Google/mindthegap.html

þriðjudagur, október 03, 2006

Lægð yfir París

Búið að vera þungur dagur í dag. Einhvernvegin erfitt að koma sér í gang. Marwn fór niður til Nice í dag vegna vinnunnar og verður út vikuna. Eins og alltaf þegar hann fer reyni ég að nota hverja stund til að einbeita mér að ritgerðinni en í dag hefur það einhvernvegin ekki gengið eftir. Sjálfsagt lægð yfir París, verð að fylgjast með veðurfegnunum til að sjá hvort hún gangi ekki yfir fljótlega.
Fékk tilboð með póstinum í dag um heyrnartæki. Bæklingur með myndum þar sem enginn er undir 60 ára. Gladdi mig ekkert sérstaklega.
Hringdi á hótelið þar sem við gistum um helgina, gleymdi náttkjólnum mínum eða "baby dollinu" eins og Marwan kallar það svo skemtilega gamaldags. Ég ég þarf að senda þeim frímerkjað umslag með heimilisfanginu mínu til að fá hann sendann.
Fór með stígvélin mín til skósmiðs. Sólinn undan vinstri hæl datt af fyrir helgi þar sem ég var að fara út út strætó. Sólinn varð eftir inni í strætó. Skósmiðurinn óvanalega vingjarnlegur, þurfti ekkert að borga. Kanski var það líka hans sök að sólinn datt af þar sem hann skipti um sóla fyrir mig fyrir nokkrum mánuðum.
Búin að setja inn fleiri myndir á ofoto myndalinkinn hér til hægri.... notendanafnið er alltaf rosa_rut(at)hotmail.com og lykilorðið er myndir

mánudagur, október 02, 2006

Sveitaferð


Fórum um helgina upp til Normandie. YNDISLEGT. Heil helgi án sírena, án ys og þys. Helgi full af lífi, gleði, rólegheitum, hamingju, gróðri, vatni, sjó, skeljum og kuðungum og unaðslegum sjáfarréttum, skötu, krækklingum, ostrum og risarækjum sem var hvert öðru ferskara og betra.
Lentum óvænt á árlegri rækjuhátíð í einu sjáfarþorpinu sem var gaman að taka þátt í
Ein lítil helgi upp í sveit og niður við sjóinn besta meðal sem hægt er að fá við hverju sem er. Fyrri myndin er úr garðinum hans Monet í Giverny, sú seinni er tekin á ströndinni við Villarville rétt við Honfleur, Dauville og þar um slóðir. Eins og sést er þetta ekki baðströnd heldur kræklingaströnd, steinar, skeljar og drulla.... þessi stönd gerði mig óheirilega hamingjusama. Ég smelli inn fleiri myndum við tækifæri.
eXTReMe Tracker