mánudagur, október 09, 2006

París París


Enn eymir eftir af sumri í París. Við Notre Dame kirkjuna í gær var gamall kall með brauðmola og smákökur sem laðaði að smáfugla og smástelpur

Sólin var yndisleg og allir virtust vera á ferli. Kampavínshöfuðverkurinn frá kvöldinu áður mynti reyndar óþarflega mikið á sig en varð aldrei svo svæsinn að ég skildi efast um gerðir mínar.

Plön vikunar eru hemildarvinna á bókasafnunu, bíó ferð helst á einvherja létta gamanmynd, út að borða líklegast Mið-Austur eða Austurlent og slappa af heimafyrir yfir góðum mat og mis lélegu sjónvarpsefni.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst gamli kallinn ekki svo ellilegur eða ?...;) hvað er þetta með kampavínsdrykkju?

09 október, 2006 16:41  
Blogger imyndum said...

Hummm.... nei ég sé það ... gamli kallinn færði sig reyndar frá þegar ég tók upp myndavélina.

Jú, fórum í boð í heimahúsi á laugardagskvöldið þar sem mikið var dansað, drukkið af kampavíni og borðað af skemtilegu snakki eins og litlum krossfiskum steiktum upp úr tómötum og hvítlauk og smokkfiskhringir.

Vorum ekki komin heim fyrr en 5 um morguninn.... laaaangt síðan við höfum djammað svo lengi frameftir. Höfuðverkurinn hefur því sjálfsagt verið blanda af kampavíni og þreytu.

09 október, 2006 16:59  
Blogger Fnatur said...

Ég sakna Evrópu alltaf pínu þegar ég sé svona fallegar byggingar.

Annars langaði mig að forvitnast hvernig frakkar matreiða smokkfiskahringi. Okkur Högna finnast þeir báðum æði en eflaust eru þeir matreiddir eitthvað öðruvísi hér heldur en hjá þér.

10 október, 2006 02:03  
Blogger brynjalilla said...

ó en yndislegir haustdagar...njóttu og jiminn hvað það hljómar vel að eiga svona gott kvöld með vinum og smokkfiskum svo ekki sé talað um kampavínið. fær mig til að langa til að halda boð og hef því ákveðið að hafa kleinnachten eða litlu jólin í fyrra lagi, má ekki bjóða ykkur í boð í kringum 25. nóv.

10 október, 2006 06:40  
Blogger imyndum said...

Blessuð Fanney, smokkfisk hringir eru hér steiktir á pönnu (ekki hjúpaðir í deigi) með hvítlauk, lauk og kanski tómötum og jafnvel eitthvað af ferskum kryddjurtum með, má líka krydda með smá hvítvíni ef vill... þetta er mjög algeng blanda fyrir eldun á sjáfarfangi hér hvort sem er fiskur, skelfiskur eða annað.

11 október, 2006 10:56  
Blogger Fnatur said...

Takk fyrir þetta Rósa. Eins og ég hélt, mun ferskara en kanarnir gera. Að sjálfsögðu er blessað degið notað hér og síðan djúpsteikt.

12 október, 2006 11:26  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker