miðvikudagur, október 18, 2006

Rólegheit á bókasafninu

Á bókasafninu í gær var enginn þegar ég kom þangað inn. Oft er fáment en aldrei hafði ég séð hvert einasta borð autt. Afgreiðslan var meira að segja tóm en þar fyrir innan sá ég inni á einni skrifstofunni í konu sem talaði í síman.

Undanfarna daga hefur veðurblíðan leikið við okkur með ótrúlegri gjafmyldi, um og yfir tuttugustiga hiti og sól upp á næstum hvern einasta dag í tvær vikur. Fréttirnar höfðu hinsvegar farið út að frá og með morgundeginum tæki þessi veðurblíða enda. Mér fanst það samt engin ástæða hjá fólki að mæta ekki á bókasafnið, en sá svosum ekki aðra líklega útskýringu á málinu.

Fann mér sæti aftarlega í salnum, tók tölfuna mína upp úr töskunni, leitaði í bókasafnsskránni að ritum sem mig vantaði, fylti út þartilgert spjald sem ég lagði á afgreiðsluborðið ásamt skýrteininu mínu.

Konan úr bakskrifstofunni var búin í símanum og komin framm. Ég furðaði mig eitthvað á því að safnið væri tómt. Hún horfði á mig pínu hissa. Þá datt mér sú fáránlega hugmynd í hug að safnið væri kanski ekki opið og grínaðist eitthvað með það. En jú, safnið var lokað!

Ég skildi núna af hverju dyravörðurinn niðri hafði horft svona stíft á mig þegar ég labbaði upp stigann. Horfði og hleifti mjög gangrýninn á svip í brýrnar.

Í dag ætla ég að vinna heima... sem sagt tilvalið tækifæri til að laga aðeins til, hlusta á útvarpið og blogga.

8 Comments:

Blogger brynjalilla said...

fyndin, öfunda þig af hitanum, hér er skítkalt, hjólaði með trefil og vettlinga í skólann í gær. Hitinn komin niður í 8 gráður og fer lækkandi...komin vetralykt í loftið brrrr.

19 október, 2006 09:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna!!! Stelpan bara farin að "brjótst inn" á lokuð söfn :-)
En hey mér finnst þetta hrikalega fyndið sko, og hvað var ekkert merki um opnnartímann eða þá að gaurinn í andyrinu hefði getað sagt eitthvað...

Kv. Inga sem býr í "niðurbrotinni íbúð" í alvöru sko ég set inn myndir um leið og ég finn tölvuna mína :-)

19 október, 2006 12:03  
Blogger imyndum said...

Jú það er merki um opnunartíma frammi á stigapalli. Leit á hann í seinustu viku og las opnunartími frá 09-19 á hverjum degi. Hélt þarmeð að gamla þriðjudagsmorgna reglan væri dottin út. Mér hlýtur að hafa yfirsést eitthvað. Gleymdi að kíkja á hann aftur.

En ég er alveg sammála því að gaurinn í andyrinu niðri hefði getað ropað einhverri athugasemd uppúrsér.

Eitt er hinsvegar víst að ég er komin með það á hreint að safnið er og verður lokað á þriðjudagsmorgnum.

19 október, 2006 13:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Dásamlegt að flækjast svona inn á lokað bókasafn. Saknaði þó að fá almennilega lýsingu á "konunni í afgreiðslunni" og hvort hún hafi ekki örugglega verið óskaplega bókavarðarleg !!! hef alltaf svo gaman af lýsingum af "bókasafnsvörðum" úúúú.

22 október, 2006 00:43  
Blogger Fnatur said...

Ég veðja að hún hafi verið um fimmtugt með krullur og stutt hár. Hmmm kannski sé ég íslenska bókasafnsverði fyrir mér þannig og þeir frönsku eru í þröngum svörtum pils dröktum, rauðum pinnahælum, með dökkt sítt hár, rauðan varalit og vel af maskara.

Kveðja Fanney

22 október, 2006 17:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að þessu. Franskir bókaverðir eru leiðir á lífinu, amk í borgarbókasöfnunum. Hvaða safn ferð þú aftur á?

23 október, 2006 11:57  
Blogger imyndum said...

Ég er þessa dagana að vinna á rannsóknarbókasafninu í náttúrufræðihúsinu við Jardin des Plantes. Bókasafnsverðirnir þar eru algerar perlur. Einhver hafði t.d. fyrir því að grafa upp símanúmerið mitt og skilja eftir skilaboð um að rit sem ég hefði verið að leita að væri fundið.

Þær eru allar líka bara nokkuð smekklegar í tauinu, enginn með rauðann varalit og á pinnum en svona hverstagslega smartar. Og engin er beiska "usssss" týpan.

Er á leiðinni núna á eftir... með það bakvið eyrað að það er LOKAÐ fyrir hádegi á þriðjudögum ;)

24 október, 2006 10:48  
Blogger Fnatur said...

Beiska "usss" týpan. Man eftir nokkrum þannig týpum frá bókasafninu á Akureyri í gamla daga.
Fyndið.

25 október, 2006 16:58  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker