miðvikudagur, október 11, 2006

Kvöldstund

Kom við í uppáhalds bakaríinu okkur á leiðinni heim af bókasafninu í dag og keypti franska brauð stöng með kvöldmatnum. Kom við í kjörbúðinni og keypti tómata sem ég gleymdi að kaupa á markaðnum í morgun. Kom heim og helti tilbúnu súpunni í pott sem varð heit á svipstundu, tilbúin að seðja sárt hungur mannsins míns sem kom heim tíu mínútum seinna. Var hugsað til kvenna í eyðimörkum miðausturlanda sem hefðu staðið í ímyndaði ég mér minst 3 tíma að sjóða, stappa og mauka grænmetið í súpurnar sínar. Ég dró að mér andann og þakkaði Knorr í huganum.

Meðan við borðuðum súpuna lágu nýskoluðu fersku hörpuskelfiskarnir frá Normandie sem Marwan keypti af einhverjum í vinnunni í sigtinu frami í eldhúsi og létu dropa af sér.

Kvöldmaturinn var yndislegur. Hvítur fiskur ættaður frá Tælandi, hörpuskelsfiskarnir framangreindu mallað í rólegheitum í lauk, hvítlauk og tómötum. Basmati hrísgrjón með og nóg af Volvic vatni sem minnir mig svo á íslenska vatnið.

Ostar, miðausturlenskt sætabrauð, grænt te með mintu ... horfðum á 2 þætti af húsmæðrunum örvæntingafullu.

Á morgun leysi ég af í afgreiðslunni á hótelinu frá átta til átta. Vakna klukkan sjö og hita mér te horfandi út í rökkrið fyrir utan eldhúsgluggann. Sólin kemur ekki upp fyrr en rétt eftir átta þessa dagana.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæl litla Parísardaman mín.
Ég get sagt þér það að núna las ég bloggið þitt aftur og aftur til að njóta orðanna af öllu hjarta.
Hlakka til að lesa meira.
Svo skemmtilega heillandi lýsingar.
kærar kveðjur af Norðurhéraði Íslands.
Frúin

12 október, 2006 01:53  
Blogger brynjalilla said...

*dæs* yndislegt, hafðu það gott í vinnunni í dag rósa og takk fyrir dularfullu skilaboðin í gær thíhí, en mikið vona ég að plönin gangi upp!

12 október, 2006 06:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo sannarlega góð lýsing á góðum degi, stemningin er alveg að skila sér - annars er svo skrítið að í huganum hef ég útbúið íbúðina þína og hún er sambland af lýsingum þínum og íbúðinni sem þú bjóst í í London 2001, þannig að þegar ég sé þig fyrir mér í eldhúsinu þá er það London-eldhúsið og svo hef ég bætt við herbergi þar sem rúmið þitt var. Enn frekari sönnun þess að ég hef aldrei drullast til að heimsækja þig til Parísar buhuhuhuuuuuu ....

12 október, 2006 10:52  
Blogger Fnatur said...

Uss þessi súpulýsing er allt of girnileg. Er frekar kalt hjá okkur í dag. Væri alveg til í svona súpu en þarf þá að fara út í búð og því nenni ég alls ekki.

Hvernig gekk annars langa vaktin þín á hótelinu?

15 október, 2006 22:44  
Blogger Vallitralli said...

Góðar eru konur þær sem seðja hungur manna sinna.

16 október, 2006 11:02  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker