mánudagur, október 30, 2006

Vetrartími

Búið að breyta yfir í vetrartíma. Klukkan var færð aftur um klukkustund á sunnudagsmorguninn og græddum við því klukkutíma lengur í kúri. Góðu fréttirnar eru þær að sólin kemur klukkutíma fyrr upp á morgnana. Slæmu fréttirnar eru þær að hún sest líka klukkutíma fyrr á kvöldin.

Veðurblíða helgarinnar hefur verið með ólíkindum. Langt fram á kvöld lullar hitinn í 20 gráðum. Yfir hásumarið sest sólin ekki fyrr en um 22:00 á kvöldin. Nú er hún hinsvegar verulega farin að lækka strax um 18:00. Að sitja úti í myrkri og hita um átta á kvöldin er því nýlunda fyrir okkur. Marwan hefur líkt veðrinu við Kaíró – veðurfar.

Er á meðan er.
Svo þakkar maður bara fyrir gróðurhúsaáhrifin.

1 Comments:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

hæ hæ,
Við munum einnig græða klukktíma þegar við förum aftur heim, bíð spennt! Annars búið að vera geðveikt stuð á skerinu að vanda.

31 október, 2006 10:42  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker