Ylmurinn
Fyrir tæpum 20 árum síðan las ég Ylminn eftir Patrick Suskind. Þessi bók hefur vekur enn upp óhug hjá mér yfir fegurð ljótleikans sem þar er líst. Þessi saga er núna komin upp á hvítatjaldið og hvaða kvöld er betra en Halloween til að fara á slíka mynd.
Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við miklu af myndinni sem hefur meðal annars að skarta Dustin Hoffman. En hún stóð algerlega undir mínum vonum. Vel gerð, vel leikin og þessi einstaka lísing á grimdinni, sett fram á svo fallegan hátt kemst svo sannarlega til skila. Strákurinn sem leikur Jean-Babtiste smellpassar inn í hlutverkið. Og ekki var síðra að sjá svipmyndir frá "gömlu París".
Ef það er eitthvað sem truflaði mig var það Alan Rickman sem fer með hlutverk í myndinni og ég náði aldrei að átta mig á því hvaðan ég kannaðist við hann. Það var ekki fyrr en ég googlaði hann að ég áttaði mig... Prófessor Snipe úr Harry Potter myndunum. Lélegt af mér að láta þetta fara svona í mig. En myndin er ein af þessum myndum sem maður verður að sjá.
3 Comments:
Já cool!!
Ég var búin að gleyma að það væri verið að gera bíómynd um þessa sögu. Ég er búin að lesa þessa bók 2svar og vona að myndin komi í bíó hér á Íslandi. Því hún er svo sterk í ljótleika sínum.
Kv. Inga
ilmurinn er ein af mínum uppáhaldsbókum, á hana bæði á íslensku og sænsku og búin að lesa hana ansi oft. M.a. las ég hana í sólarhringsrútuferðalagi til þín í vor og vissulega stytti hún mér stundirnar og gerði lyktarupplifun mína á ferðalaginu enn sterkari en ella. Þú getur ímyndað þér rútu fulla af mishreinum listanemum og kennurum,klósettið stíflað og loftræstingin virk á köflum. Ef það kemst ekki í hálfkvisti við fiskimarkaðinn góða í gömlu París. Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að þora á myndina hvað finnst þér?
Ekki spurning... ad fara ekki a tessa mynd er ad missa af svo miklu
Skrifa ummæli
<< Home