Fram eftir nóttu
Leigubíllinn fór með Marwan út á flugvöll enn eina ferðina í morgun. Gatan okkar er undirlögð undir markaðinn eins og aðra morgna og engin bílaumferð kemst þar um. Ég labbaði því með honum út á horn til að bíða eftir bílnum eins og svo oft. Kom svo ein til baka. Ótrúlegt hvernig eldspítustokkurinn sem við köllum íbúð virðist tómur.
Ætluðum aldrei að tíma að fara sofa í gær. Þegar maður sofnar er ekkert eftir nema að vakna og fara út á flugvöll. Settum því þá eðal mynd Posedon í DVD spilarann einhverntíma uppúr eitt og kúrðum fyrir framan hana og spekúleruðum í framvindu myndarinnar og hverjum yrði fórnað næst. Höfðum yfirleitt rétt fyrir okkur, börn og ástfangið fólk er sjaldnast drepið í svona mydnum heldur eru það yfirleitt hrokafullu, montnu eða veiklindu einstaklingarnir sem panikera. Einnig sem allavega einn deir fyrir ákveðna hetjudáð, sem bjargar öllum hinum.
Áttum samt ágæta stund í kúri fyrir framan imbann frameftir nóttu.
2 Comments:
Hæ snúllan mín!!
Þetta hljómar nú ansi vel :-) við Siggi búim núna bara í svefnherberginu þvi íbúðin er allt að því fokheld eftir niðurbrot og læti, það á enn eftir að brjóta smá en svo hefst uppbyggingin.
Ég frétti að Marwan hefði farið með langann lista til Kaíró til að skipuleggja og panta fyrir brúðkaupið :-) fær hann ekki mömmu sína með í lið. Kona með reynslu á ýmsum sviðum er það ekki.
Knús & kossar
Inga
Mikið rétt, Marwan er með listan en það verður Magda sem tekur að sér að snúast. Hún á sjálfsagt eftir að snúast í marga hringi fyrir páska.
Hlakka annars til að sjá myndir af "nýju" íbúðinni. Hvenær byrjar uppbyggingin?
Skrifa ummæli
<< Home