Meira af bókasafninu
Á bókasafninu eru um 13 borð, hvort með 8 plássum. Á hverju borði eru tveir vígalegir grænir lampar í stíl við grænann dúkinn á gömlu viðarborðinu. Spjaldskrá safnsins er fyrir löngu komin á rafrænt form en gömlu spjaldskrárnar standa hér enn á víð og dreif og gefa safninu ákveðinn sjarma. Þessar skrár geta nú reyndar enn komið sér vel sællar mynningar þegar tölfukerfið á mannfræðisafninu hrundi og komst ekki í gang aftur fyrr en vikum seinna. Einnig eru lágir rekkar meðfram veggjum og frístandandi á gólfinu líka ásamt tveimur löngum rekkum fyrir miðju sem skarta því tímaritaefni sem komið hefur út síðastliðinn mánuð og er uppfærður í hverri viku.
Fólkinu sem sækir bókasafnið er hægt að setja í tvo hópa. Það eru háskólanemarnir sem fjölgar eftir því sem á líður önnina. Þetta eru mest náttúrufræði nemar. Enda bókasafn sem sérhæfir sig í þeim málum. Þetta er fólk sem kemur úr ýmsum áttum, bæði ljóst, dökt og gult á hörund. Enginn gengur hinsvegar um á hælum og klæðnaður er ekki það nýjasta sem maður sér í tískuhúsum borgarinnar.
Fólkinu sem sækir bókasafnið er hægt að setja í tvo hópa. Það eru háskólanemarnir sem fjölgar eftir því sem á líður önnina. Þetta eru mest náttúrufræði nemar. Enda bókasafn sem sérhæfir sig í þeim málum. Þetta er fólk sem kemur úr ýmsum áttum, bæði ljóst, dökt og gult á hörund. Enginn gengur hinsvegar um á hælum og klæðnaður er ekki það nýjasta sem maður sér í tískuhúsum borgarinnar.
Svo eru það eftirlauna hópurinn. Hinn gerð gestanna. Þeir eru alltaf jafn margir á hvaða árstíma sem er. Prósentuhlutfall þeirra fer því eftir hvar á önninni háskólinn er. Þetta eru allt frá skeggjuðu flauelsbuxna og prjónavestis týpunni í yngri kantinum, sjálfsagt ekki komnir á eftir laun enn upp í hvíthærða herramenn sem sitja umkringdir stórum gömlum skruddum með fátt annað sér að vopni en yddaðann blíant.
Þessi seinasti hópur virðist sniðgangast algerlega nýju tímaritin sem skarta glansandi kápum í miðjum salnum. En heldur sig mikið við tvö fremstu borð fyrir miðju. Þar eru líka þar til gerðir standar til afnota til hægindarauka þegar flétt er í allt of stórum ritum. Þetta er líka einu borðin í salnum þar sem áfastir eru 2 borðyddarar.
6 Comments:
Heldurðu að pabbi þinn væri með körlunum með blýantana? Mér finnst þettar góðar mannfræðirannsóknir sem þú gerir á gestum bókasafnsins. Kveðja úr snjónum á Akureyri, mamma
Það er góð spurning, annars hefur hann enn um 15-20 ár í þá yngstu í þeim hóp. Þetta eru herramenn sem hafa sjálfsagt aldrei snert tölfu. Pabbi er nú tæknivæddari en svo þó svo honum þyki alltaf vænt um blýantinn sinn.
Það er þó alltaf einn og einn í "yngri kantinum" sem slæðist inn í forndeildina... spurningin sjálfsagt í hverju áhuginn liggur?
Mikið væri gaman að sjá mynd inni á bókasafninu - og jafnvel af bókavörðunum - ég hef auðvitað áhuga á að sjá söfn og ekki síður "bókasafnsverðina" úúú, einhver með grátt hár og gleraugu kannski ? Eða í flauelsbuxum með slaufu .. nei eru þær steríotýpur ekki komnar á minjasöfnin sem safngripir ?
ummm.....þetta hljómar eins og ævintýraheimur fyrir mig.
Á svona stað gæti ég örugglega setið og setið, notið umhverfisins og ígrundað mannfólkið.
kveðjur
áfastir borðyddarar, rómantísk mynd í huga mínum, en rómanstískari mynd um orðróm um atburð á páskum?
;) já páskarnir eru allir í býgerð.. þið fáið að fylgjast með...
Skrifa ummæli
<< Home