þriðjudagur, október 03, 2006

Lægð yfir París

Búið að vera þungur dagur í dag. Einhvernvegin erfitt að koma sér í gang. Marwn fór niður til Nice í dag vegna vinnunnar og verður út vikuna. Eins og alltaf þegar hann fer reyni ég að nota hverja stund til að einbeita mér að ritgerðinni en í dag hefur það einhvernvegin ekki gengið eftir. Sjálfsagt lægð yfir París, verð að fylgjast með veðurfegnunum til að sjá hvort hún gangi ekki yfir fljótlega.
Fékk tilboð með póstinum í dag um heyrnartæki. Bæklingur með myndum þar sem enginn er undir 60 ára. Gladdi mig ekkert sérstaklega.
Hringdi á hótelið þar sem við gistum um helgina, gleymdi náttkjólnum mínum eða "baby dollinu" eins og Marwan kallar það svo skemtilega gamaldags. Ég ég þarf að senda þeim frímerkjað umslag með heimilisfanginu mínu til að fá hann sendann.
Fór með stígvélin mín til skósmiðs. Sólinn undan vinstri hæl datt af fyrir helgi þar sem ég var að fara út út strætó. Sólinn varð eftir inni í strætó. Skósmiðurinn óvanalega vingjarnlegur, þurfti ekkert að borga. Kanski var það líka hans sök að sólinn datt af þar sem hann skipti um sóla fyrir mig fyrir nokkrum mánuðum.
Búin að setja inn fleiri myndir á ofoto myndalinkinn hér til hægri.... notendanafnið er alltaf rosa_rut(at)hotmail.com og lykilorðið er myndir

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já við finnum oft fyrir smá leti og þreytu þegar það er lægð að ganga yfir landið/svæðið.

Flott ég kíki á myndirnar þínar, verð svo að hitta á þig í netsímanum og skoða með þér myndir við tækifæri.

Knús & kossar,
Inga

P.S. Siggi er til í Kaíró um næstu pásak og sennilega öll við í Ásabyggðarfjölskyldunni. Best að meika deit fram í tímann ;-)

04 október, 2006 18:26  
Blogger Vallitralli said...

Það er eitthvað svo meira en lítið skemmtilegt við tilhugsunina um náttkjól sem kemst í umslag. Náttkjólar eiga ekkert endilega að vera efnismiklir sko.

04 október, 2006 19:27  
Blogger Fnatur said...

Hæ Rósa. Vildi bara þakka fyrir bráðskemmtilega upptalningu á blogginu hans Magga. Ég hló sérstaklega mikið yfir atriði númer sjö.

Kv, Fanney

04 október, 2006 19:58  
Blogger imyndum said...

... umslög koma nú í mörgum stærðum!

04 október, 2006 20:07  
Blogger brynjalilla said...

ég elska stígvél, vildi ég væri að koma til þín og versla stígvél í parís...viss um að það myndi gleðja okkur mikið...

05 október, 2006 07:08  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker