mánudagur, október 02, 2006

Sveitaferð


Fórum um helgina upp til Normandie. YNDISLEGT. Heil helgi án sírena, án ys og þys. Helgi full af lífi, gleði, rólegheitum, hamingju, gróðri, vatni, sjó, skeljum og kuðungum og unaðslegum sjáfarréttum, skötu, krækklingum, ostrum og risarækjum sem var hvert öðru ferskara og betra.
Lentum óvænt á árlegri rækjuhátíð í einu sjáfarþorpinu sem var gaman að taka þátt í
Ein lítil helgi upp í sveit og niður við sjóinn besta meðal sem hægt er að fá við hverju sem er. Fyrri myndin er úr garðinum hans Monet í Giverny, sú seinni er tekin á ströndinni við Villarville rétt við Honfleur, Dauville og þar um slóðir. Eins og sést er þetta ekki baðströnd heldur kræklingaströnd, steinar, skeljar og drulla.... þessi stönd gerði mig óheirilega hamingjusama. Ég smelli inn fleiri myndum við tækifæri.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið þurfið bara að koma til Íslands til að finna þessa rómatík. Annnars hefði ég viljað koma aftur með ykkur í garðinn hans Mone, voru komnir einhverjir haustlitir? Gott að fá svona góða helgi. Kveðja mamma

02 október, 2006 17:51  
Blogger brynjalilla said...

dásamlegt, greinilega svolítið íslenskt, ég meina drulla, steinar og skeljar... þessi lýsing fær mig til að langa til að labba meðfram íslenskri strönd. Sakna þess að sjá ekki sjóinn þar sem ég bý. Hef reyndar ágæta á sem rennur hér í gegnum Örebro en það er nú ekki það sama. Bið að heilsa Marwan og Monet

02 október, 2006 22:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohh ef við værum nú saman stelpurnar í France ... fann myndir frá London á tölvunni um daginn :-D miss you all

03 október, 2006 10:57  
Blogger imyndum said...

Jú haustlitirnir eru rétt farnir að koma í garðinn hans Monet sem er allur enn í blóma. Þessi garður er hreint ótrúlegur.

Þegar Iceland Express fer að fljúa á París í vor ætti það ekki að vera mikið mál að kíkja í langa helgi til France stelpur ;)

03 október, 2006 11:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að finna hamingjuna saman, og friðinn.Þið eruð fallegt par svona hamingjusöm :) (þú ert nú samt fallegri hlutinn ;) ) Hafðu það sem best vinkona. Heyri í þér síðar.
Hjörtur

03 október, 2006 12:01  
Blogger Fnatur said...

Yndislegar myndir. Frábært hvað þið áttuð skemmtilega helgi saman. Endilega skelltu inn fleiri myndum við tækifæri. Það er svo gaman að sjá myndir frá öðrum.

Kær kveðja ,Fanney

03 október, 2006 13:34  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker