mánudagur, október 16, 2006

Mandarínur og jólaskap

Var að rölta um grænmetisdeildina í stórmarkaðnum mínum og rak augun í mandarínur. Fyrstu mandarínur vetrarins. Pakkaðar inn í rauð net. Ég valdi mér álitlega pakkningu, þefaði, allar pakkningarnar lyktuðu vel. Lyktin var yndisleg, jólaleg og á sama tíma heltust yfir mig mynningar úr eldhúsinu hjá mömmu og pabba. Síðdegi, íslenskt skammdegi skollið á, húsið er hálf myrkvað enda bara pabbi uppi á skrifstofunni sinni og Ása systir við eldhúsborðið, kanski er kveikt á rás 2 í útvarpinu, mandarínulyktin liggur í loftinu.
Fyrstu jólagjafirnar eru mættar til Parísar líka. Komu með SPáli frænda og hans konu sem eru hér í menningar- og matarferð. Fæ líklegast hangikjöt í næstu viku. Jólunum reddað.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Aaaaa líst vel á að þú verðir ekki af hangikets-veislu um jólin. Endilega láttu vita ef það er eitthvað sem hægt er að senda þér til að hjálpa til við að ná réttu jólastemningunni, ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Petrea er farin að telja niður til jóla. Mér finnst það nú frekar snemmt ...

17 október, 2006 00:18  
Blogger brynjalilla said...

oh hvað þetta hljómar fallega, en þarftu ekki að redda þér laufabrauði? Vona að þú fáir það í jólalegum kökukassa, en á að fara í jólaferð til Sverige?

17 október, 2006 06:38  
Blogger imyndum said...

;) auðvitað er allt sem kemur manni í jólaskap vel þegið. Ekki viss um að laufabrauðið þoli flutninginn. Laufabrauðsduft með hangikjötinu, það hljómar einhvernvegin ekki rétt.

Jólaferð til Sverge hljómar hinsvegar mjög vel. Við verðum bara að fastsetja þetta.

17 október, 2006 09:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað mig langar í mandarínur núna.., fer í búð á eftir og tékka þá hvort þær séu komnar..
ég er nú alveg farin að hlakka til jólanna strax núna, var einmitt að kaupa mér kertabakka í ikea fyrir aðventuskreytingu

17 október, 2006 16:23  
Blogger Fnatur said...

Mikið hef ég gaman af því þegar eitthvað lítið getur glatt mann svona óskaplega mikið. Eitthvað eins og mandarínur. Ég var nú bara búin að gleyma blessuðu mandarínunum. Nú verð ég að fara að skoða í búðinni minni hvort ég rekist nokkuð á þær. Frábært.

17 október, 2006 20:40  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker