miðvikudagur, maí 30, 2007

Kvennakór Reykjavíkur í Notre Dame

Fór að hlýða á Kvennakór Reykjavíkur í Notre Dame í morgun, en þær eru staddar hér í nokkra tíma á leið sinni á kóramót á Ítalíu ef ég hef rétt skilið. Glæsilegt að hlusta á þennan flotta kór í þessari tignarlegu dómkirkju. Úti í garði voru svo tekin nokkur léttari lög sem yljuðu mínu litla íslenska hjarta í sérlega íslensku veðri sem var nú reyndar bara til að auka á stemminguna.
Hér er svo hægt að sjá smá brot úr garðinum

þriðjudagur, maí 29, 2007

Hvítasunnuhelgin

Þvílík helgi, sannkallað vetrarveður, rigning, rok og kalt. Var að leysa af á hótelinu alla helgina, föstudags seinnipart, laugardag, sunnudag og mánudag frá 8:00 til 20:00. Hótelið fullt af ferðamönnum sem hörkuðu af sér slagviðrið og héldu ótrauðir áætlunum um siglingu á Signu, Eiffel turninn, Montmartre komu svo heim á hótelið, alsæl með rauðar kinnar í regnslám merktum París.
Gat lítið lesið í vinnunni um helgina þar sem fullt hótel af ferðamönnum býður upp á ýmislegt stúss. Nú skal hinsvegar bætt úr því. Teketillinn er farinn að flauta og bókin bíður spennt.
Verð að benda á húfurnar hennar Hildar Hinriks sem núna eru komnar á netið hægt er að skoða og panta á http://hindesign.barnaland.is

fimmtudagur, maí 24, 2007

Fimmtudags morgun

Klukkan er orðin 11 að morgni. Búin að lesa eina grein og drekka einn bolla af tei og borða egypska hunangs - síróps kökusneið. Taka rúnt á mbl.is, lesa stjörnuspána mína sem blaðraði eitthvað um að ég gerði mér grein fyrir að það væri óskynsamlegt að stytta sér leið. Og að ég ætti að vera fús til að vinna verkið upp á nýtt aftur og aftur þar til það er fullkomnað. Er ekki að skilja þessa athugasemt mbl.is við líf mitt á jákvæðann og opinn hátt. Langar mest til að leggja mig upp í sófa og sofna. En, ég hita meira vatn í meira te og kem þessari blessuðu grein sem ég las í morgun einhverstaðar fyrir í texta. 2 aðrar greinar sem bíða mín eftir sama höfund. Andinn hlýtur að koma yfir mig, gerir það oftast á endanum ef ég þráast við.
Vorum boðin á Kabarett sýningu í gær. Ég verð nú að viðurkenna að þetta er ansi sérstakt. Flott gert svosum og allar stelpurnar eins, jafn háar með mjög svipuð brjóst og rassa en eftir um háftíma er maður eiginilega alveg kominn með nóg af tilbreitingarleysi. Ég er ánægð að hafa farið, en er nokkuð viss um að ég gerist ekki fastagestur kabarett sýninga.
Í kvöld ætlum við að kíkja í bíó, "The Zodiac killer" verður líklegast fyrir valinu. Þangað til eru nokkrir bollar af tei.

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 16, 2007

Þessa dagana

Gengur ekki mikið í ritgerðarskrifum þessa dagana. Er að leysa af á hótelinu þessa vikuna og næstu og að sjálfsögðu brjálað að gera þannig ég get ekkert lesið. Dagurinn lýsir sér semsagt í því að ég vakna klukkan sjö, drekk morgunteið mitt annaðhvort inni í eldhúsi horfandi stjörf af morgunþreytu á eldhúsvaskinn eða að ég kveiki á morgunsjónvarpinu til að koma heilanum í gang. Sem reyndar er yfirleitt frekar heiladrepandi en vekjandi. Þannig þegar ég mæti á hótelið klukkan átta þrátt fyrir 10 mínunta labb er ég ekki komin í gang. Hótelið er það hinsvegar og allir að tékka sig út á sama tíma, biðjandi um sundurliðaða reikninga og annað skemmtilegt í morgunsárið. Símalínurnar tvær syngja til skiftis og stundum báðar í einu, fax, e-mail og gestir hótelsins með hinar ýmsu fyrirspurnir koma mér hinsvegar fljótt í gang og um níuleitið er ég komin í blússandi form. Samviskubitið yfir að geta ekki lesið læðist að mér en ég hugga mig við það að ég sé nú það fín í dag að ég eigi nú eftir að eiga góðann dag heima eftir vinnu.
Á leiðinni heim úr vinnunni klukkan tvö kem ég við í kjörbúðinni. Til að spara mér þann tíma sem færi í að fara til grænmetissalans og fisksalans ákveð ég að kaupa allt í búðinni sem ég þarf nema brauð sem ég kaupi frekar hjá bakaranum handan við hornið sem selur svo góð fjölkornabrauð í fullkominni stærð fyrir einn. Gleymdi jú að taka það fram að Marwan er úti í Kaíró þannig ég er bara ein í búi.
Þegar ég er loksins komin heim er klukkan ískyggilega farin að nálgast þrjú. Ég kveiki á tölfunni, geng frá inn í ískápinn, fynn mér eitthvað að snarla á meðan ég kíki á póstinn minn og renn yfir mbl.is. Áður en ég get sest niður með bók þarf ég að sjálfsögðu að laga aðeins til. Ég les í tuttugu mínútur hámark. Það þarf ekki meira til að þreytan farin segja til sín. Ég verð vör við hvernig augnlokin oppnast af og til án þess að hafa gert mér grein fyrir að þau hafi lokast. Ég ákveð að nenna ekki að standa í svona vitleisu. Til einskiss að þráast við þegar ástandið er svona. Betra að fá sér blund og vera þá með athyglina í lagi á eftir. Dagblundar sem þessir fara hinsvegar ekkert allt of vel í mig þar sem mig dreymir alltaf endalausa vitleysu ef ég sofna á dagin og vakna utanvið mig og ennþá þreytt.
Eftir blundinn kíki aftur á netið, fæ mér tebolla og slekk á tölfunni til að vera ekki framar trufluð af netinu. Kem mér fyrir með bókina aftur, nú gengur betur, kveiki á hinni tölfunni sem er ekki internet tengd og mun betur til þess fallin að vinna á. Vinn frameftir kvöldi. Þó svo það gangi ágætlega er sú vinna ekki annað en nart í þann borgarísjaka sem ritgerðin er. Reyni sem minst að hugsa um heildina, einbeiti mér að þeim blaðsíðum sem ég er með í hendinni það skiptið.
Kveiki á sjónvarpinu til að leifa því að mala við hliðina á mér. Það truflar mig ekki, fynst þvert á móti notalegt að hafa kveikt á því þegar ég er ein heima. Til að vera í betra formi daginn eftir og sleppa við þennan leiðindar daglúr fer ég að undirbúa mig undir háttinn uppúr miðnætti, komin upp í rúm um eitt en get enganvegin sofnað. Öfugt við þegar Marwan er heima og ég er sofnuð áður en ég legg höfuðið á koddan þá sný ég mér endalaust í rúminu þegar ég er ein og gengur illa að sofna. Þegar klukkan er farin að nálgast tvö finn ég hvernig gremjan hellist yfir mig vitandi að ég þurfi að vakna klukkan sjö. Villtir draumar um hressan dag fullan af orku víkja fyrir tilhugsuninni að sitja enn og aftur inni í eldhúsi nokkrum klukkutímum seinna, starandi svefndrukknum augum á elhúsvaskinn.

Efnisorð:

fimmtudagur, maí 10, 2007

Upphafið á endanum

Dómur er fallinn frá leiðbeinandanum, rannsóknarvinnu er lokið að hans mati og ég þarf ekki að bæta miklu inn í ritgerðina, aðalmálið er núna að setja meiri heild og rennanda í verkið. Einnig sem honum fanst ég byrja á vitlausum enda þannig að núna endurskrifa ég hana með því að byrja á 3 hluta, fer síðan í 1 hluta og enda á 2 hluta. Annars er ég búin að kjafta frá öllum niðurstöðunum fyrirfram segir hann og ekkert kemur lengur á óvart. Ég er hinsvegar að lesa tvær bækur núna einnig sem ég þarf að koma að nokkrum greinum, frekar reyndar út af höfundunum en endilega innihaldinu. Mig langar einnig til að taka nokkur viðtöl áður en ég get sætt mig við að rannsóknarvinnu sé lokið.
Mikið væri gaman að vera komin með heilstætt verk í byrjun október.

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 09, 2007

Bastillan brennur




Hér er allt í upplaustn eftir úrslit forsetakostningana á sunnudagin. Við vorum boðin til Kristínar í kostningarsjónvarp þar sem við hugguðum okkur við kampavín og aðrar veigar. Þegar við komum heim á miðnætti mætti okkur sjón á Bastillutorginu sem ég hef hingaðtil einungis séð í sjónvarpi. Allt brotið og bramlað og hópar af óeirðarlögregglu sem reyndi að stilla til friðar með táragasi og kröftugum vatnsbunum. Morgunin eftir litu síðan skemmdirnar dagsins ljós, brotist hafði verið inn í banka, apotek, og aðrahvora búð við rue de Lyon sem liggur milli Bastillunnar og Lyon lestastöðvarinnar, bílar og mótorhjól brend eða skemd með öðrum hætti, tré og plöntur skemd. Alment þunglyndi ríkti yfir hverfinu á sama tíma og fólk sagðist á endanum kanski bara vera fegið að Sarkó hafi unnið ef hann nái að stöðva þessa vitleisu sem viðgangist í landinu eins og hann hefur lofað svo fallega.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Ævintýri á gönguför

Búið að vera mikið skógarrölt á okkur hjónum undanfarna daga. Fórum á sunnudaginn í ansi viðamikið skóglendi suð-austur af París sem heitir Fontainebleau, töluvert af fólki að spóka sig í góðaveðrinu en vissara samt að fylgja merktum gönguleiðum. Sáum mikið af fuglum, eðlum og skordýrum en engin villisvín í þettaskiptið eins og seinast. Þrátt fyrir að vera með kort af skóginum og fara eftir merktri gönguleið tókst okkur samt að villast, bravó! Það var orðið ansi áliðið, langt síðan við höfðum rekist á nokkurn mann, sólin hafði vikið fyrir þykkri skýjaslæðu og þrumurnar urðu sífellt hærri og meiri, höfðum littla sem enga hugmynd um hvar við vorum þegar við tókum eftir því að við vorum farin að labba í hringi. Maðurinn minn sem er með góða þjálfun í stórborgarrölti en litla sem enga í náttúrurölti tók þá af skarið og æddi út af göngustígnum í þá átt sem hann var nokkuð viss um að við ættum að fara. Þvílík geðveiki! Ég elti samt á eftir leggjandi á minnð hvern stein og hvert tré til að finna slóðina aftur ef þyrfti. Ég var farin að sjá okkur fyrir mér hýmandi við stein yfir nóttina reynandi að halda hita á hvort öðru með óteljandi gerðir af skordýrum, eðlum og villisvínum snusandi í kringum okkur. Ég var einnig farin að láta mér detta í hug að við hefðum kanski tekið eina af þessum gönguleiðum sem eru allt að 50 km langar og við værum enn einungis að fjarlægjast mannabyggðir. Og hvernig í ósköpunum áttum við að finna göngustíginn aftur ! En voila! þarna var hann allt í einu, merktur með littlu bláu strikunum sem við höfðum elt. Um hálftíma seinna vorum við komin á breiðari stíg þar sem við gátum andað léttar. Nú þegar augljóst var að við værum að nálgast byggð játaði ég fyrir manninum mínum fyrrum örvæntingu mína að við hefðum tekið ranga gönguleið og værum að fara lengra og lengra inn í skóginn, umræðuefni sem ég vildi ekki bridda uppá fyrr til að forðast að við myndum spana hvort annað upp í óþarfa örvæntingu. Þegar við komumst loks út úr skóginum vorum við hinsvegar allt annarstaðar en við héldum og LÖNG leið enn að næsta þorpi. Aum í fótum með kul í herðum reyndum við að húkka okkur far, sem gekk! Frakki á miðjum aldri með vægum áfengisþef stoppaði fyrir okkur. Nýkomin inn í bæinn þar sem kaffihúsin biðu okkar í röðum byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Mikið var gott að vera komin til byggða.
Á leiðinni inn í skóginn
Ein algengasta bjallan sem við sáum
Ég við svokallaðan svampstein sem dregur nafn sitt af lögun
Glæsilegt útsýni af hæsta punktinum sem við fóurm á
Þeysist um skóginn á dreka djörfum
Og maðurinn minn rýmir leiðina fyrir okkur
Ein af mörgum eðlum sem eru mjög fjölbreyttar
Um það leiti þegar við erum að villast
Búin að finna slóða að siðmenningu
eXTReMe Tracker