fimmtudagur, maí 10, 2007

Upphafið á endanum

Dómur er fallinn frá leiðbeinandanum, rannsóknarvinnu er lokið að hans mati og ég þarf ekki að bæta miklu inn í ritgerðina, aðalmálið er núna að setja meiri heild og rennanda í verkið. Einnig sem honum fanst ég byrja á vitlausum enda þannig að núna endurskrifa ég hana með því að byrja á 3 hluta, fer síðan í 1 hluta og enda á 2 hluta. Annars er ég búin að kjafta frá öllum niðurstöðunum fyrirfram segir hann og ekkert kemur lengur á óvart. Ég er hinsvegar að lesa tvær bækur núna einnig sem ég þarf að koma að nokkrum greinum, frekar reyndar út af höfundunum en endilega innihaldinu. Mig langar einnig til að taka nokkur viðtöl áður en ég get sætt mig við að rannsóknarvinnu sé lokið.
Mikið væri gaman að vera komin með heilstætt verk í byrjun október.

Efnisorð:

5 Comments:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hljómar vel, hlýtur að vera ólýsanleg tilfinning að sjá fyrir endann á þessu.

10 maí, 2007 20:05  
Blogger brynjalilla said...

thú verdur ekki í vandraedum med ad ná settu marki. Flott hjá thér stelpa, ofurstelpa!

11 maí, 2007 08:01  
Blogger imyndum said...

;) þetta er pínu skrítið að þó svo hann sé greinilega farinn að sjá fyrir endann þá er ég það ekki enn. Finst ég þurfa vinna hinu ýmsu kafla þónokkuð betur áður en ég verð ánægð. Hinsvegar virkar það mjög hvetjandi að hann sé farinn að sjá fyrir endann. Þetta kemur vonandi með sumrinu

11 maí, 2007 09:46  
Blogger Thordisa said...

dugleg stelpa vissum alveg að þú gætir þetta :-)

11 maí, 2007 10:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hjá þér. Innilega til hamingju.

13 maí, 2007 08:57  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker