Þessa dagana
Gengur ekki mikið í ritgerðarskrifum þessa dagana. Er að leysa af á hótelinu þessa vikuna og næstu og að sjálfsögðu brjálað að gera þannig ég get ekkert lesið. Dagurinn lýsir sér semsagt í því að ég vakna klukkan sjö, drekk morgunteið mitt annaðhvort inni í eldhúsi horfandi stjörf af morgunþreytu á eldhúsvaskinn eða að ég kveiki á morgunsjónvarpinu til að koma heilanum í gang. Sem reyndar er yfirleitt frekar heiladrepandi en vekjandi. Þannig þegar ég mæti á hótelið klukkan átta þrátt fyrir 10 mínunta labb er ég ekki komin í gang. Hótelið er það hinsvegar og allir að tékka sig út á sama tíma, biðjandi um sundurliðaða reikninga og annað skemmtilegt í morgunsárið. Símalínurnar tvær syngja til skiftis og stundum báðar í einu, fax, e-mail og gestir hótelsins með hinar ýmsu fyrirspurnir koma mér hinsvegar fljótt í gang og um níuleitið er ég komin í blússandi form. Samviskubitið yfir að geta ekki lesið læðist að mér en ég hugga mig við það að ég sé nú það fín í dag að ég eigi nú eftir að eiga góðann dag heima eftir vinnu.
Á leiðinni heim úr vinnunni klukkan tvö kem ég við í kjörbúðinni. Til að spara mér þann tíma sem færi í að fara til grænmetissalans og fisksalans ákveð ég að kaupa allt í búðinni sem ég þarf nema brauð sem ég kaupi frekar hjá bakaranum handan við hornið sem selur svo góð fjölkornabrauð í fullkominni stærð fyrir einn. Gleymdi jú að taka það fram að Marwan er úti í Kaíró þannig ég er bara ein í búi.
Þegar ég er loksins komin heim er klukkan ískyggilega farin að nálgast þrjú. Ég kveiki á tölfunni, geng frá inn í ískápinn, fynn mér eitthvað að snarla á meðan ég kíki á póstinn minn og renn yfir mbl.is. Áður en ég get sest niður með bók þarf ég að sjálfsögðu að laga aðeins til. Ég les í tuttugu mínútur hámark. Það þarf ekki meira til að þreytan farin segja til sín. Ég verð vör við hvernig augnlokin oppnast af og til án þess að hafa gert mér grein fyrir að þau hafi lokast. Ég ákveð að nenna ekki að standa í svona vitleisu. Til einskiss að þráast við þegar ástandið er svona. Betra að fá sér blund og vera þá með athyglina í lagi á eftir. Dagblundar sem þessir fara hinsvegar ekkert allt of vel í mig þar sem mig dreymir alltaf endalausa vitleysu ef ég sofna á dagin og vakna utanvið mig og ennþá þreytt.
Eftir blundinn kíki aftur á netið, fæ mér tebolla og slekk á tölfunni til að vera ekki framar trufluð af netinu. Kem mér fyrir með bókina aftur, nú gengur betur, kveiki á hinni tölfunni sem er ekki internet tengd og mun betur til þess fallin að vinna á. Vinn frameftir kvöldi. Þó svo það gangi ágætlega er sú vinna ekki annað en nart í þann borgarísjaka sem ritgerðin er. Reyni sem minst að hugsa um heildina, einbeiti mér að þeim blaðsíðum sem ég er með í hendinni það skiptið.
Kveiki á sjónvarpinu til að leifa því að mala við hliðina á mér. Það truflar mig ekki, fynst þvert á móti notalegt að hafa kveikt á því þegar ég er ein heima. Til að vera í betra formi daginn eftir og sleppa við þennan leiðindar daglúr fer ég að undirbúa mig undir háttinn uppúr miðnætti, komin upp í rúm um eitt en get enganvegin sofnað. Öfugt við þegar Marwan er heima og ég er sofnuð áður en ég legg höfuðið á koddan þá sný ég mér endalaust í rúminu þegar ég er ein og gengur illa að sofna. Þegar klukkan er farin að nálgast tvö finn ég hvernig gremjan hellist yfir mig vitandi að ég þurfi að vakna klukkan sjö. Villtir draumar um hressan dag fullan af orku víkja fyrir tilhugsuninni að sitja enn og aftur inni í eldhúsi nokkrum klukkutímum seinna, starandi svefndrukknum augum á elhúsvaskinn.
Efnisorð: Ritgerðin
8 Comments:
Dásamleg lýsing :) og heiðarlegt uppgjör. Núna ætti ég sjálf t.d. ekki að vera að glugga í blogg!
Ohhh blessað samviskubitið yfir því að eiga alltaf að vera að gera eitthvað annað en maður er að gera.....kannast mjög vel við það.
Frábær lýsing á þessu ástandi hjá þér haha ;)
Ohhh blessað samviskubitið yfir því að eiga alltaf að vera að gera eitthvað annað en maður er að gera.....kannast mjög vel við það.
Frábær lýsing á þessu ástandi hjá þér haha ;)
Æi já snúllan mín :-)
Það er ótrúlegt hvað tíminn er ekki alltaf með manni í lið já eða þá að maður nær ekki að "festa" sig við það verkefni sem æskilegt væri að hugurinn væri við.
Ég veit alveg hvað þú átt við með draumfarirnar, ég áð það til að dreyma svo mikið að ég vakna dauðþreytt og veitir ekkert af 8tíma svefni eftir svoleiðis...
Knús og kossar
Inga Jóna
hæ skvísa það var gaman að heyra í þér í síma í vikunni enda ekki heyrt í þér síðan í Kairó ja nema á msn og blogginu. Skil vel að þú sért að missa þig í þessu he he en þetta tekur enda einn daginn gangi þér vel
mig dreymdi í nótt að við værum að gifta okkur, sko ekki hvor annarri heldur okkar ektamökum, bara í annað sinn. Vorum í lítilli sveitakirkju í óráðnu landi og þegar við gengum saman inn kirkjugólfið opnaðist svið með íslensku landslagi og Ingveldur og þórdís ásamt fleiri vinum voru staddir þarna og allir felldu gleðitár. Veit ógisslega væmið en ótrúlega fallegur draumur og ekki skemmdi það hvað við vorum í fallegum kjólum.
;) enn yndislegur draumur! Ég verð nú bara væmin við að lesa um hann. Gerir gott að vera smá væminn, lífið er svo fallegt þegar maður er væminn
kossar og knús
Rósa
mikið ofsalega var gaman að heyra í þér í gær elskan, gerum það oftar og oftar.
Skrifa ummæli
<< Home