fimmtudagur, maí 24, 2007

Fimmtudags morgun

Klukkan er orðin 11 að morgni. Búin að lesa eina grein og drekka einn bolla af tei og borða egypska hunangs - síróps kökusneið. Taka rúnt á mbl.is, lesa stjörnuspána mína sem blaðraði eitthvað um að ég gerði mér grein fyrir að það væri óskynsamlegt að stytta sér leið. Og að ég ætti að vera fús til að vinna verkið upp á nýtt aftur og aftur þar til það er fullkomnað. Er ekki að skilja þessa athugasemt mbl.is við líf mitt á jákvæðann og opinn hátt. Langar mest til að leggja mig upp í sófa og sofna. En, ég hita meira vatn í meira te og kem þessari blessuðu grein sem ég las í morgun einhverstaðar fyrir í texta. 2 aðrar greinar sem bíða mín eftir sama höfund. Andinn hlýtur að koma yfir mig, gerir það oftast á endanum ef ég þráast við.
Vorum boðin á Kabarett sýningu í gær. Ég verð nú að viðurkenna að þetta er ansi sérstakt. Flott gert svosum og allar stelpurnar eins, jafn háar með mjög svipuð brjóst og rassa en eftir um háftíma er maður eiginilega alveg kominn með nóg af tilbreitingarleysi. Ég er ánægð að hafa farið, en er nokkuð viss um að ég gerist ekki fastagestur kabarett sýninga.
Í kvöld ætlum við að kíkja í bíó, "The Zodiac killer" verður líklegast fyrir valinu. Þangað til eru nokkrir bollar af tei.

Efnisorð:

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ummm egypskt hunang og síróps kaka hljómar ekki illa. Væri til í að vera að fara með þér í bíó manstu þegar við fórum saman í risa salin þegar ég kom til þín í heimsókn það var frekar flott. Nú er mig farið að langa til að koma til þín í heimsókn og í þetta skipti með Ingó.

24 maí, 2007 12:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Já cool ég kem með í bíó, það er ef ég get séð á sýningartjaldið fyrir bumbunni :-)

Kv. Inga & "Þrymur"

24 maí, 2007 13:17  
Blogger imyndum said...

Elskurnar mínar, þið bara látið vita og ég tek frá fyrir ykkur herbergi á hótelinu "mínu".

24 maí, 2007 16:57  
Blogger brynjalilla said...

elska svona rólega daga eins og þessi hljómar.

27 maí, 2007 23:26  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker