Hvítasunnuhelgin
Þvílík helgi, sannkallað vetrarveður, rigning, rok og kalt. Var að leysa af á hótelinu alla helgina, föstudags seinnipart, laugardag, sunnudag og mánudag frá 8:00 til 20:00. Hótelið fullt af ferðamönnum sem hörkuðu af sér slagviðrið og héldu ótrauðir áætlunum um siglingu á Signu, Eiffel turninn, Montmartre komu svo heim á hótelið, alsæl með rauðar kinnar í regnslám merktum París.
Gat lítið lesið í vinnunni um helgina þar sem fullt hótel af ferðamönnum býður upp á ýmislegt stúss. Nú skal hinsvegar bætt úr því. Teketillinn er farinn að flauta og bókin bíður spennt.
Verð að benda á húfurnar hennar Hildar Hinriks sem núna eru komnar á netið hægt er að skoða og panta á http://hindesign.barnaland.is
3 Comments:
Það er loksins aðeins að hlýna hér þó ekki sé það nema um 9-12 gráður. Sumarið kemur hægt og þetta fer bara með mann oj bara. Átti samt góða rólega helgi sem var æði.
Takk fyrir þetta Rósa mín!
Gangi þér vel í ritgerðarsmíðum.
knús
Hildur Hinriks
Mer finnst París líka spennandi í rigningu. Vona ad teid thitt hafi bragdast vel.
Skrifa ummæli
<< Home