Ævintýri á gönguför
Búið að vera mikið skógarrölt á okkur hjónum undanfarna daga. Fórum á sunnudaginn í ansi viðamikið skóglendi suð-austur af París sem heitir Fontainebleau, töluvert af fólki að spóka sig í góðaveðrinu en vissara samt að fylgja merktum gönguleiðum. Sáum mikið af fuglum, eðlum og skordýrum en engin villisvín í þettaskiptið eins og seinast. Þrátt fyrir að vera með kort af skóginum og fara eftir merktri gönguleið tókst okkur samt að villast, bravó! Það var orðið ansi áliðið, langt síðan við höfðum rekist á nokkurn mann, sólin hafði vikið fyrir þykkri skýjaslæðu og þrumurnar urðu sífellt hærri og meiri, höfðum littla sem enga hugmynd um hvar við vorum þegar við tókum eftir því að við vorum farin að labba í hringi. Maðurinn minn sem er með góða þjálfun í stórborgarrölti en litla sem enga í náttúrurölti tók þá af skarið og æddi út af göngustígnum í þá átt sem hann var nokkuð viss um að við ættum að fara. Þvílík geðveiki! Ég elti samt á eftir leggjandi á minnð hvern stein og hvert tré til að finna slóðina aftur ef þyrfti. Ég var farin að sjá okkur fyrir mér hýmandi við stein yfir nóttina reynandi að halda hita á hvort öðru með óteljandi gerðir af skordýrum, eðlum og villisvínum snusandi í kringum okkur. Ég var einnig farin að láta mér detta í hug að við hefðum kanski tekið eina af þessum gönguleiðum sem eru allt að 50 km langar og við værum enn einungis að fjarlægjast mannabyggðir. Og hvernig í ósköpunum áttum við að finna göngustíginn aftur ! En voila! þarna var hann allt í einu, merktur með littlu bláu strikunum sem við höfðum elt. Um hálftíma seinna vorum við komin á breiðari stíg þar sem við gátum andað léttar. Nú þegar augljóst var að við værum að nálgast byggð játaði ég fyrir manninum mínum fyrrum örvæntingu mína að við hefðum tekið ranga gönguleið og værum að fara lengra og lengra inn í skóginn, umræðuefni sem ég vildi ekki bridda uppá fyrr til að forðast að við myndum spana hvort annað upp í óþarfa örvæntingu. Þegar við komumst loks út úr skóginum vorum við hinsvegar allt annarstaðar en við héldum og LÖNG leið enn að næsta þorpi. Aum í fótum með kul í herðum reyndum við að húkka okkur far, sem gekk! Frakki á miðjum aldri með vægum áfengisþef stoppaði fyrir okkur. Nýkomin inn í bæinn þar sem kaffihúsin biðu okkar í röðum byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Mikið var gott að vera komin til byggða.
Á leiðinni inn í skóginn
Ein algengasta bjallan sem við sáum
Ég við svokallaðan svampstein sem dregur nafn sitt af lögun
Glæsilegt útsýni af hæsta punktinum sem við fóurm á
Þeysist um skóginn á dreka djörfum
Og maðurinn minn rýmir leiðina fyrir okkur
Ein af mörgum eðlum sem eru mjög fjölbreyttar
Um það leiti þegar við erum að villast
Búin að finna slóða að siðmenningu
Glæsilegt útsýni af hæsta punktinum sem við fóurm á
Þeysist um skóginn á dreka djörfum
Og maðurinn minn rýmir leiðina fyrir okkur
Ein af mörgum eðlum sem eru mjög fjölbreyttar
Um það leiti þegar við erum að villast
Búin að finna slóða að siðmenningu
6 Comments:
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!
Ég veit að þetta hefur líklega ekki verið fyndið meðan þið voruð villt en þetta er samt fyndið :-)
Frábærar myndir sem fylgja með, ég er alveg til í að fara þangað með ykkur og skoða eðlur og pöddur.
Knús og kossar
Inga og bumban sísparkandi
já sama hér væri alveg til í að labba með ykkur um þessar slóðir næst þegar ég kem sem hlýtur að vera bráðum alltof langt síðan ég kom síðast..
Hehheeh eins gott að þið komust til byggða, villisvín hljóma ekki vel, man enn eftir atriðinu úr Hannibal Lecter myndinni. En yndislegar myndir og sérstaklega þú á djörfum dreka og kraftamyndin af Eiginmaninum.
vildi ég vera fluga að fylgjast með ykkur á rambinu, segi það nú bara ;) gott að þið komust heli heim. sakna Kairó og ykkkar geðveikt ;) kv. Lóa
Æðislegar myndir og gott að þið funduð leiðina aftur til byggða. Alltaf samt pínu spennó svona fyrstu 10 mín að villast svona....síðan verður maður bara fúll hahaha.
Kúl :)
Skrifa ummæli
<< Home