miðvikudagur, maí 30, 2007

Kvennakór Reykjavíkur í Notre Dame

Fór að hlýða á Kvennakór Reykjavíkur í Notre Dame í morgun, en þær eru staddar hér í nokkra tíma á leið sinni á kóramót á Ítalíu ef ég hef rétt skilið. Glæsilegt að hlusta á þennan flotta kór í þessari tignarlegu dómkirkju. Úti í garði voru svo tekin nokkur léttari lög sem yljuðu mínu litla íslenska hjarta í sérlega íslensku veðri sem var nú reyndar bara til að auka á stemminguna.
Hér er svo hægt að sjá smá brot úr garðinum

5 Comments:

Blogger brynjalilla said...

jiminn hvað ég hefði viljað vera með þér og svo hefðum við rölt á lítið sætt kaffihús og skálað í hvítvíni fullar af ættjarðarást...uhm

30 maí, 2007 18:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu búin að ákveða hvenær þið komið í sumar?

01 júní, 2007 12:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott mynd. Flottur kór.

04 júní, 2007 23:25  
Blogger Fnatur said...

Já ég hefði sko alveg verið til í að sötra ís-te og hlusta í leiðinni á þennan frábæra kór.

05 júní, 2007 14:24  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Það er ekki til það lag sem hefur eins djúp ættjarðarástar-áhrif á mig og "Hjá lygnri móðu". Textinn hans Laxness minnir mig á sveitina og sumarið á Íslandi. Mér fannst kórinn fínn en sópranin er samt ansi veikur miðað við altinn - að mínu mati.

07 júní, 2007 03:24  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker