Bastillan brennur
Hér er allt í upplaustn eftir úrslit forsetakostningana á sunnudagin. Við vorum boðin til Kristínar í kostningarsjónvarp þar sem við hugguðum okkur við kampavín og aðrar veigar. Þegar við komum heim á miðnætti mætti okkur sjón á Bastillutorginu sem ég hef hingaðtil einungis séð í sjónvarpi. Allt brotið og bramlað og hópar af óeirðarlögregglu sem reyndi að stilla til friðar með táragasi og kröftugum vatnsbunum. Morgunin eftir litu síðan skemmdirnar dagsins ljós, brotist hafði verið inn í banka, apotek, og aðrahvora búð við rue de Lyon sem liggur milli Bastillunnar og Lyon lestastöðvarinnar, bílar og mótorhjól brend eða skemd með öðrum hætti, tré og plöntur skemd. Alment þunglyndi ríkti yfir hverfinu á sama tíma og fólk sagðist á endanum kanski bara vera fegið að Sarkó hafi unnið ef hann nái að stöðva þessa vitleisu sem viðgangist í landinu eins og hann hefur lofað svo fallega.
1 Comments:
ómæ ekki gaman vona að þetta verði ekki svona hér eftir okkar kosningar á laugardaginn. Sakna þín gamla.
Skrifa ummæli
<< Home