Farin í frí

Morgundagurinn fer í að kaupa það sem á eftir að kaupa, osta, súkkulaði og fleira sem er á óskalista fjölskyldunnar í Egyptalandi. Pakka í töskur og ganga frá hér heima. Svo er verður lagt í hann á miðvikudags morguninn.
Meðfylgjandi mynd tók Marwan af ströndinni við sumarhúsið fyrir 2 árum. Sundbolurinn sem ég keypti er hvítur, bjóst við að hann færi svo vel við litinn á sjónum. Þið getið því séð mig fyrir ykkur, með sólhatt á sólbedda með sólgleraugu undir sólhlífinni með miðjarðar hafið hvíslandi fallega í eyrun á mér næstu 3 vikurnar.