laugardagur, júní 10, 2006

Stjörnuspáin mín í mogganum í dag segir

"Steingeitin kann vel að meta hversdagsleg meistaraverk sem hún tekur að jafnaði sem sjálfsögðum hlut. Félagsskapur þinn við ljón eða hrút er eins og sætur eftirréttur sem fylgir hinni fullkomnu máltíð".
Þessi hitti bara nokkuð naglan á höfuðið, enda hrúturinn Bjössi frændi kominn í bæinn. Við áttum saman góðann dag í sól og 30°c. Löbbuðum héðan úr Bastilluhverfinu þvert yfir París að Sigurboganum, niður að Eiffel turninum og þar yfir garðinn. Þetta gerðum við nú á góðum tíma, stoppuðum og fengum okkur að borða og reglulega til að væta kverkarnar.
Ég kíkti líka í nokkrar búðir, endaði með að kaupa tvenna sandala. Eitt strandar par og annað borgar par, með litlum gyltum fléttuðum böndum frá tám aftur að hæl, verulega sætir. Bjössi bara spakur meðan á verslunarleiðangri stóð :) og er ég honum þakklát fyrir það, aldrei sjálfsagt að karlmenn nenni að vera með í búðarrápi.
Enduðum svo daginn upp við Mullin Rouge í skemtilegri samblöndu af klámbúllum og túristum.
Morgundeginum er spáð með áframhaldandi mollu. Spurning um að bregða sér út út borginni. Jafnvel eitthvað upp með Signu. Við sjáum til.

2 Comments:

Blogger brynjalilla said...

TAKK elsku Rósa fyrir rósina,þú varst nær mér fyrir vikið, þú veist að eitt píkublómið var tilleinkað þér!

11 júní, 2006 15:58  
Blogger brynjalilla said...

Vildi bara senda þér kveðju á þjóðhátiðardaginn Rósa mín, vonandi gerir þú eitthvað skemmtilegt í dag, væri svo sem alveg til í að skreppa til þín og fá mér salat composé með þér og hvítvínssopa. Hafðu það gott og knúsaðu Marvin frá mér og mínum!

17 júní, 2006 16:36  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker