mánudagur, júní 26, 2006

Farin í frí


Morgundagurinn fer í að kaupa það sem á eftir að kaupa, osta, súkkulaði og fleira sem er á óskalista fjölskyldunnar í Egyptalandi. Pakka í töskur og ganga frá hér heima. Svo er verður lagt í hann á miðvikudags morguninn.
Hversu gaman ég hefði af því að deila ferðasögum, hvernig það er að hitta alla fjölskylduna, ömmuna og allar frænkurnar, borða egypskann mat, sjá pýramídana, þola 40 + stiga hita, sofa í sitthvoru lagi því við skulum ekki gleima að hér í landi er alls velsæmis gætt milli ógifts fólks, synda í turkisbláum sjónum og síðast en ekki síst flugferðinni sem við förum á fyrsta farrými með Air France fyrir punktana sem Marwan fær á ferðum sínum vegna vinnunnar. Geri ég ekki ráð fyrir að komast í tölfu fyrr en ég kem heim aftur 16 júlí. Ferðasagan kemur því líklegast ekki fyrr en þá.

Meðfylgjandi mynd tók Marwan af ströndinni við sumarhúsið fyrir 2 árum. Sundbolurinn sem ég keypti er hvítur, bjóst við að hann færi svo vel við litinn á sjónum. Þið getið því séð mig fyrir ykkur, með sólhatt á sólbedda með sólgleraugu undir sólhlífinni með miðjarðar hafið hvíslandi fallega í eyrun á mér næstu 3 vikurnar.
Næstum því of gott til að vera satt

5 Comments:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Skemmtu þér vel eskan,
Hljómar dásamlega.

01 júlí, 2006 19:27  
Blogger brynjalilla said...

uhmm, þú verður án efa svo fín í hvíta sundbolnum við túrkísbláa strönd. Hafðu það gott skotta í faðmi miðjarðarhafsins og tengdafjölskyldunnar!

02 júlí, 2006 16:53  
Blogger Magnús said...

Er þetta satt?

11 júlí, 2006 15:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Yndislegt. Góða ferð. Hlakka til að lesa ferðsöguna.

11 júlí, 2006 16:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Your Home

siding doors st louis Tips for building or remodeling your dream home.

08 október, 2006 21:28  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker