miðvikudagur, júní 21, 2006

Egyptaland eftir viku

Gleðilegan sólstöðudag! Þessi dagur snertir alltaf strengi í íslensku hjarta. Til hamingju Ingveldur og Simmi með afmælið. Hlakka til að heyra hversu ljúft sólin á Spáni hefur leikið sér að ykkur undanfarnar vikur.
Annars er það helst í fréttum að ég er komin með miða í hendurnar. Egyptaland mun njóta návistar okkar, og við þess frá 28 júní til 16 júlí. Ég er ekki enn búin að átta mig á hvernig ég ætla að fara að því að deyja ekki úr hita, það kemur vonandi í ljós. Nú er það bara málið að kaupa sundbol. Maður spókar sig víst ekki mikið um í bíkiníi nema á þessum túristastöðum sem við munum ekki heimsækja í þetta skiptið. Verðum fyrst nokkra daga í Kairó, rétt til að sjá pyramidana og fleira.
Marwan verður að vinna fyrstu dagana þannig ég mun vera mest með bróðir hans sem kemur frá Ítalíu deginum áður með sína litlu fjölskyldu. Það verður gaman að sjá þau aftur. Yngri stelpan, Íris er orðin 2 ára það verður sjálfsagt mestur munur að sjá hana. Eldri stelpan, Mariam mun svo fá tækifæri til að æfa sig í frönskunni á mér. Enda ég hvorki sleip í ítölskunni né arabískunni. Hún skilur heilmikið, enda tala foreldrarnir saman á frönsku, en á erfitt með að mynda setningar.
Eftir þessa nokkra daga í Kaíró förum við öll saman niður í sumarhúsið sem fjölskyldan á við Miðjarðarhafið rétt fyrir utan Alexandríu. Liggjum þar í sól og sandi... og ég undir sólhlíf :) þetta verður ljúft.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hljómar sem algjört paradísar frí framundan. Ég er nú með ansi föla húð...systur mínar segja stundum að ég sé eins og undarenna á litin en ég ber bara á mig SPF 56 og er í góðum málum. Síðan er bara málið að fá sér sætann sólhatt, smá splass af brúnkukremi, sólgleraugu og svona handviftu sem er brúsi í leiðinni og blæs svona pínu lítlu vatnsmisti á mann, voða næs. Þá meikarðu hitann auðveldlega.
Hafið það gott í fríinu.

23 júní, 2006 18:59  
Blogger brynjalilla said...

miðjarðarhafið.....dásamlegt!

24 júní, 2006 17:31  
Blogger imyndum said...

Handvifta sem blæs vatnsmistri.. frábær uppgötvun! Spurning hvort þetta er USA fyrirbæri, aldrei séð þetta hér, sé hvað þeir selja þarna úti... annars er kominn mikill spenningur :) hér er veðrið hálf fúlt þannig það verður enn betra að fara.

26 júní, 2006 15:07  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker