föstudagur, júní 02, 2006

Minning



Rakst á þessa mynd af okkur skötuhjúum þegar ég var að fara í gegnum myndasafnið okkar. Tekin á einu af okkar fyrstu stefnumótum fyrir rúmum tveimur árum einhverstaðar á Champs Elysées. Ég man það var pínu kalt, við komum út af veitingastað seint að kvöldi til, eða snemma að nóttu til, löbbuðum niður hálfauða breiðgötuna og settumst á þessa verönd áður en við héldum áfram allaleiðina til Versala þar sem Marwan bjó. Sterkasta minningin við þessa mynd er samt þessi nýja tilfining að vita að hann væri maðurinn minn. Þú hittir einhvern og þú bara veist. Það er einmitt þessi vitneskja sem gerir það að verkum að menningarlegur, trúarlegur og landfræðilegur mismunur verður að margbreitileika sem við hristum saman í okkar eigin kryddblöndu sem verður alltaf betri og betri eftir að við lærum betur inn á jurtir hvorsannars.

3 Comments:

Blogger brynjalilla said...

þið eruð svo sæt!

03 júní, 2006 00:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir kíkkið á mitt svæði, sem og kommentin á lögin. það verður gaman að fylgjast með' þér og þinum í gegnum bloggið, það er víst það sem blífar. Verð í sambandi síðar.
Hjörtur

05 júní, 2006 02:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er þetta fín mynd af ykkur, voða rómó.

Kær kveðja, Fanney

06 júní, 2006 22:58  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker