Sól
Sundbolurinn fundinn, ekki einfalt mál, hann mátti ekki vera of fleiginn né gegnsær. Brjóstin á mér auðvelduðu heldur ekki valið, mér er bara spurn með allar þessar brjóstastækkanir, eru fatahönnuðir ekkert að fylgja eftir?
Ég vona svo að búseta mín hér undanfarin ár hafi læknað mig af gamla Íslendinga syndrominu að skella sér óvarinn í sterkustu sólina til að ná örugglega smá lit... með tilheirandi eftirköstum. Ég er því búin að kaupa sólvörn nr. 40 og skyggni. Hér eru skyggni út um allt, hélt að þessi tíska kæmi aldrei aftur en aldrei að segja aldrei. Ekki viss um að þetta sé tískan í Egyptalandi hinsvegar. Ég tek líka sólhattinn minn sem ég geng með hér í París til að verja mig og svo er stefnt á sólhlífina.
Já ég skal viðurkenna það, ég er bara nokkuð smeik við alla þessa sól. Ég er með húð sem varla þarf að segja "sól" við þá er hún öll rauð.... og er á leið til Egyptalands í Júlí!!! Nei... hverjum datt í hug að samþyggja þetta?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home