þriðjudagur, júní 20, 2006

Vika með Bjössa

Rosalega var vikan fljót að líða. Bjössi sem komin er með þokkalega góða reynslu af Parísarferðum, enda var þetta hans fjórða síðan ég flutti í bæinn, hefur held ég aldrei fengið jafn gott veður og núna. Reyndar var það á köflum við það að vera "of gott". Þegar hitastigið prílar upp fjórða tuginn og sólin hlífir engu. Það er nú samt yfirleitt Egyptinn sem kvartar undan hita hér en ekki Íslendingurinn. Segist hafa komið hingað til að sleppa við svona mollu. Íslendingurinn hefur hinsvegar kanski fengið sinn skamt af norðangarra og er þessvegna alsæll í sumri og sól. Allavega nutum við vikunar í botn.
Þessi er tekin á bát sem liggur við landfestar við Notre Dame og búið er að breita í veitingastað

Þessi er úr Luxemburgargarðinum



Hittum líka Tryggva bróðir hennar Ingveldar sem var staddur í París á Evrópuferð sinni frá Bandaríkjunum. Fórum saman á flugmynjasafnið í Le Bourget. Tryggvi sem er flugvirki og Bjössi mikill áhugamaður um flug og vel að sér fóru á kostum á safninu. Komumst meðal annars inn í 2 Concorde vélar sem var alveg einstök upplifun og stóru Boeing 747 vélina sem búið er að strippa til hálfs að hluta til þannig allar snúrur, leiðslur og annað sem yfirleitt er falið hinum venjulega farþega sést.

Í þessari Parísarferð Bjössa ákváðum við að skoða okkur aðeins um fyrir utan París og heimsóttum lítið miðaldamynjaþorp upp með ánni Marne. Þorp sem liggur að hluta til innan gamals borgarmúrs með mikið af eldgömlum byggingum. Eftir ágætis skoðunartúr um bæinn var kominn tími til að væta aðeins upp í kverkunum. Við löggðum því leið okkar að lítilli krá sem við sáum með sætri verönd. Borð stólar og sólhlífar allt merkt Hiniken í bak og fyrir. Við settumst niður og spurðum í spaugi, "ég geri ráð fyrir að það sé hægt að fá Hiniken hér?" Enda fáir barir jafn vel merktir einni bjórtegund. En nei!!! Barinn seldi ekki Hiniken! Ótrúlegt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker