fimmtudagur, júní 08, 2006

Hver dagur öðrum líkur

Dagarnir líða nú hjá án mikilla tilbreytinga. Ég vinn í rannsókninni og borða gufusoðinn fisk með grænmeti. Er alveg að taka kólesteról mataræðið mitt alvarlega. Fór um daginn í kínverska súpermarkaðinn í hverfinu og keypti körfur með loki sem maður raðar ofan á potta til að gufusjóða í. Þetta er reyndar þrusu fín aðferð við að elda. Sjáum hvernig þetta fer þegar kjötmaðurinn minn kemur heim aftur.

Já, Marwan er enn úti í Kairó og hefur aldrei verið jafn lengi í einni ferð. Hann er að koma á samningum við nýja viðskiptaaðila og allt tekur tíma. Kláraði einn samning og gerði strax annan og varð því að vera lengur. Vorum búin að ráðgera fara burtu um helgina, ætluðum að taka Bjössa bróðir mömmu með okkur sem kemur á morgun í sína árlegu Parísar ferð. En þar sem Marwan er ekki kominn til baka þá breytast sú plön eitthvað.

Það verður fínt að fá Bjössa, spáin er líka eins góð og verður á kosið. Sól og um 26°c Við eigum eftir að sötra bjór einhverstaðar í sólinni ef ég þekki hann rétt :) og finna sumarið og afslöppunina hríslast um okkur.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ! góða skemmtun frá mér!! nú er maður bara farin að hlakka hrikalega til 16.júní, ég 5 ára og Inga 10 ára stúdent og það verður sko djammað,
bið að heilsa
kv.Ása

08 júní, 2006 12:23  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Er einmitt líka á fullu að vinna í rannsóknaráætlun minni sem ég fæ vonandi samþykkta þegar ég kem heim. Er að reyna að nota tímann vel á meðan Ási er í burtu. Næ einhvern veginn að gera miklu meira þegar hann er ekki. Við þurfum svo mikið að spjall og spekúlera að ég kemst ekki í það sem ég þarf raunverulega að vera að gera. En gangi þér vel með þitt. Það var gaman að fá að lesa abstractinn þinn ;)

09 júní, 2006 19:50  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker