fimmtudagur, júní 28, 2007

Ása litla systir mín

... er að verja mastersrannsóknina sína í næringarfræði kl 15 í dag. Mikið svakalega er ég stolt af henni. Hún var að rannsaka hvort járnbúskapur ungbarna hefði breyst eftir að nýja stoðmjólkin kom á markað. Niðurstöðurnar voru spennandi og ekki endilega þær sem búist var við. Almennur fyrirlestur fer fram á morgun fyrir opnu húsi. Bravó Ása Vala ;)

föstudagur, júní 22, 2007

Eldingar

Enn og aftur leika rafglæringarnar um himininn sem öskrar hressilega á eftir. Mikið er notalegt að vera inni.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Sumarsólstöður

Lengsti dagur ársins á norðurhveli jarðarinnar. Hér í París erum við með rúmlega 17 stundir af byrtu og tæpar 7 af nótt. Sólin rís uppúr 5 og sest rétt um 22. Ég kann afar vel við þetta svona. Dagarnir eru heitir og kvöldin myld. Hressilegir rigningarskúrir við og við brjóta upp loftið.
Mér gengur vel að vinna þessa dagana. Reyndar fór harðidiskurinn í gömlu tölfunni sem ég notaði við ritgerðarskrifin, minsta málið væri að kaupa nýjann en hann liggur grafinn einhverstaðar í yðrum tölfunnar og ekki á færi amatörs að skipta honum út. Ég vinn því núna á nettengdu tölfuna, hlusta annaðslagið á hina ýmsu viðtalsþætti á gufunni ásamt miðdegis sögunni með og finst það notalegt. Harmonikku þættir og klassískir tónar fá hinsvegar ekki náð fyrir mínum eyrum.
Annars er hin árlega hátíð tónlistarinnar í dag með tilheyrandi fjöri út um alla borg. Við hjónin höfum mælt okkur mót við utanbæjar vini í kvöld sem gera sér ferð í stórborgina til að hlýða á dýrðina. Þau eru miklir jazz aðdáendur og ég ætla að taka sénsinn á að þau séu búin að skipuleggja hvert eigi að fara.

laugardagur, júní 16, 2007

Laukur

Kom að því að fyrrum gikkurinn ég er sjálf farin að nota hráan lauk í matreiðslu. Sem barn fyirfanst sjálfsagt ekki meiri gikkur en ég, rauð eppli, seríós, pylsur (án flests meðlætis að sjálfsögðu) og stöppuð ýsa með tómatsósu og kartöflum voru þær helstu fæðutegundir sem komust innfyrir minn vandláta munn. Ég man enn hvað mér fanst ostur vondur en hvað smjörlíki var gott. Ég gat líka borðað instant haframjöls graut ætluðum Ingu systir sem smábarni. Þetta var góður grautur, hrærður í mjólk, borinn fram kaldur. Þessu vandlæti fylgdi einnig sú staðreind að ég var hreinlega ekki svöng, þurfti sjálfsagt lítið og er þakklát foreldrum mínum að það var aldrei neitt matarstríð í gangi. Ég þurfti einfaldlega að smakka ÁÐUR en ég ákvað að maturinn væri vondur og að ég vildi ekki borða. Í hvert skipti þurfti ég að smakka, því eins og pabbi hélt fram þá breytast bragðlaukarnir.
Sem varð reyndin með aldrinum fór þetta vandlæti af mér. Einn fyrsti sigurinn var mygluostur sem ég tók fljótlega ástfóstri við. Eitt af seinustu vígunum var laukur. Fyrir nokkrum árum fór ég að borða steiktan lauk af pönnu sem í dag fynst mér hið mesta lostæti og enginn matur með mat nema það sé mikið af steiktum lauk.
Í dag ákvað ég svo að gera túnfisksallat og kaupa ferskan arspas í hádegissnarl. Á markaðnum í morgun þegar ég leit yfir grænmetið fékk ég ólýsanlega löngun í skarlottulauk í sallatið, hráann skarlottulauk sem ég myndi hakka niður mjög smátt. Annað sem fór í sallatið ásamt túnfisknum er smá majó, rauð paprika, egg, karrí og Aromat og það er unaðslegt. Héðan í frá geri ég ekki svona sallat nema hafa lauk.... ef ég þekki mig og mína gömlu matvendni rétt þá á ég þar að auki inni ónotaðann kvóta þannig ferskur skarlottulaukur verður nú í öllum sallötum.

þriðjudagur, júní 12, 2007

Eitt skref áfram

... tvö afturábak. Var þegar komin í eitthvað óþarfa stúss fyrir morgunmat sem á mínum bæ er skotheld uppskrift að slæmum degi. Ekkert virðist ganga eins og það á að ganga og dagurinn líður frekar sem tímaeiðsla en tími til að koma einhverju í verk.
Á morgun kemur nýr dagur sem ég hef þegar lagt grunnin að sem betri degi með grænmetissafanum sem ég keypti í littlu Bio búðinni á horninu og nýbakaða fjölkorna brauðinu frá bakaranum sem alltaf er að bæta sig í þeim efnum.
Hefði gott af því að leigja mér mynd í kvöld. Einhverja góða stelpumynd sem gerir mig angurværa fyrir svefninn.

föstudagur, júní 08, 2007

Internetið

Búin að vera net laus í viku. Talfan sem ég keypti fyrir 4 árum síðan var bara orðin útkeyrð. Þurfti víst að hreynsa út úr henni, kaupa stærra mynni og prógramma hana upp á nýtt. Hún sem var svo flott þegar ég keypti hana, með mun stærra mynni en tölfur sem voru ekki nema hálfu ári eldri. Ótrúlegt hvað þetta úreldist fljótt.
Nú erum við hinsvegar komin með allt nýtt í tölfuna sem vinnur eins og í draumi. Ekkert vesen eins og hún var farin að vera með á hverjum degi. Nú hlusta ég á rás 1 sem ég gat ekki gert áður. Media spilarinn náði einhvernvegin ekki í gegn. Marwan er að fara til Kaíró á sunnudaginn fram á föstudag. Ætli ég verði ekki bara á ruv til að fylla upp ónotaðn kvóta. Laufskálinn og útvarpssagan það er fátt til þægilegra að hlusta á.
eXTReMe Tracker