þriðjudagur, júní 12, 2007

Eitt skref áfram

... tvö afturábak. Var þegar komin í eitthvað óþarfa stúss fyrir morgunmat sem á mínum bæ er skotheld uppskrift að slæmum degi. Ekkert virðist ganga eins og það á að ganga og dagurinn líður frekar sem tímaeiðsla en tími til að koma einhverju í verk.
Á morgun kemur nýr dagur sem ég hef þegar lagt grunnin að sem betri degi með grænmetissafanum sem ég keypti í littlu Bio búðinni á horninu og nýbakaða fjölkorna brauðinu frá bakaranum sem alltaf er að bæta sig í þeim efnum.
Hefði gott af því að leigja mér mynd í kvöld. Einhverja góða stelpumynd sem gerir mig angurværa fyrir svefninn.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

tók góðan göngutúr í gærkvöldi með börnunum mínum löbbuðum út á Laugarnesið það var gott fyrir svefninn. sakna þín...

13 júní, 2007 11:14  
Blogger Hildurina said...

Mæli með Music and Lyrics sennilega ekki komin á vídeó enn.. frábær stelpumynd.
knús
Hildur Hin

14 júní, 2007 02:31  
Blogger Fnatur said...

Já Music and Lyrics er fyndin.
Vona að dagurinn í dag gangi betur ;)

14 júní, 2007 14:52  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Mæli með Little Children - frábær mynd - um unga konu sem tekur mörg skref framávið en einnig einhver afturábak og til hliðar. Er þetta ekki góð lýsing?!!

15 júní, 2007 05:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Little Children er örugglega mynd sem ég var búin að setja á "horfi-listann". Í dag er ég ung kona sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og situr því bara og horfið út um gluggann. En það getur verið ágætt stundum svona með. Svo er bara hæ hó jibbíjei bráðum og ég hef ekki ennþá slegið garðinn....... hvar endar þetta allt saman ?

15 júní, 2007 11:39  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hefði verið svo til í að hæ hó jibbíeijast með ykkur stelpur um helgina.

16 júní, 2007 03:52  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker