Ása litla systir mín
... er að verja mastersrannsóknina sína í næringarfræði kl 15 í dag. Mikið svakalega er ég stolt af henni. Hún var að rannsaka hvort járnbúskapur ungbarna hefði breyst eftir að nýja stoðmjólkin kom á markað. Niðurstöðurnar voru spennandi og ekki endilega þær sem búist var við. Almennur fyrirlestur fer fram á morgun fyrir opnu húsi. Bravó Ása Vala ;)
4 Comments:
Til hamingju með systur þína. Glæsilegt hjá henni. Mikið er þetta flott mynd af ykkur.
Hamingjuóskir og kærar kveðjur, Fanney
Já hún Ása "litla" er að standa sig frábærlega :-)
Þessi mynd kallar á minningar frá Egypt *dæs*
Síðasti dagur fyrir sumarfrí í dag.....ég hef sjaldan beðið eins mikið eftir fríi heldur en núna, hlakka til að sjá þig eftir mánuð !!
Til lukku með litlu systur. Hér er sól og um 20 stig og ég bíð spennt eftir helginni. Fór í sund um kl 8 og synti og lá svo í pottinum á eftir orðin rjóð og sæl í andliti. Hlakka geðveikt til að fá þig ætla að henda myndum í póst í dag ef ekki þá mánudaginn.
glæsilegar meyjar og sköruglegar.
Skrifa ummæli
<< Home