föstudagur, júní 08, 2007

Internetið

Búin að vera net laus í viku. Talfan sem ég keypti fyrir 4 árum síðan var bara orðin útkeyrð. Þurfti víst að hreynsa út úr henni, kaupa stærra mynni og prógramma hana upp á nýtt. Hún sem var svo flott þegar ég keypti hana, með mun stærra mynni en tölfur sem voru ekki nema hálfu ári eldri. Ótrúlegt hvað þetta úreldist fljótt.
Nú erum við hinsvegar komin með allt nýtt í tölfuna sem vinnur eins og í draumi. Ekkert vesen eins og hún var farin að vera með á hverjum degi. Nú hlusta ég á rás 1 sem ég gat ekki gert áður. Media spilarinn náði einhvernvegin ekki í gegn. Marwan er að fara til Kaíró á sunnudaginn fram á föstudag. Ætli ég verði ekki bara á ruv til að fylla upp ónotaðn kvóta. Laufskálinn og útvarpssagan það er fátt til þægilegra að hlusta á.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært var farin að sakna þess að sjá ekkert frá þér. Búin að setja svolítið af myndum inn á síðuna mína kíktu endilega. Er að fara í húsið hann Didda bróður uppi í Grímsnesi með alla fjölskylduna og Ingigerði vinkonu og hennar lið. Grill í kvöld og stuð hlakka mikið til.

08 júní, 2007 17:25  
Blogger brynjalilla said...

Ég elska rás 1. Minnir mig á góðar stundir í laxagötu 7.

09 júní, 2007 23:16  
Blogger Fnatur said...

Hæ Rósa. Til hamingju með nýju hraðvirku tölvuna. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekkert verið of dugleg við að hlusta á íslensku stöðvarnar. Stelpurnar mínar hafa stundum fengið að horfa á Stundina okkar í tölvunni en allt of sjaldan.
Njóttu Rúv ;)

Kær kveðja, Fanney

12 júní, 2007 13:38  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker