laugardagur, júní 16, 2007

Laukur

Kom að því að fyrrum gikkurinn ég er sjálf farin að nota hráan lauk í matreiðslu. Sem barn fyirfanst sjálfsagt ekki meiri gikkur en ég, rauð eppli, seríós, pylsur (án flests meðlætis að sjálfsögðu) og stöppuð ýsa með tómatsósu og kartöflum voru þær helstu fæðutegundir sem komust innfyrir minn vandláta munn. Ég man enn hvað mér fanst ostur vondur en hvað smjörlíki var gott. Ég gat líka borðað instant haframjöls graut ætluðum Ingu systir sem smábarni. Þetta var góður grautur, hrærður í mjólk, borinn fram kaldur. Þessu vandlæti fylgdi einnig sú staðreind að ég var hreinlega ekki svöng, þurfti sjálfsagt lítið og er þakklát foreldrum mínum að það var aldrei neitt matarstríð í gangi. Ég þurfti einfaldlega að smakka ÁÐUR en ég ákvað að maturinn væri vondur og að ég vildi ekki borða. Í hvert skipti þurfti ég að smakka, því eins og pabbi hélt fram þá breytast bragðlaukarnir.
Sem varð reyndin með aldrinum fór þetta vandlæti af mér. Einn fyrsti sigurinn var mygluostur sem ég tók fljótlega ástfóstri við. Eitt af seinustu vígunum var laukur. Fyrir nokkrum árum fór ég að borða steiktan lauk af pönnu sem í dag fynst mér hið mesta lostæti og enginn matur með mat nema það sé mikið af steiktum lauk.
Í dag ákvað ég svo að gera túnfisksallat og kaupa ferskan arspas í hádegissnarl. Á markaðnum í morgun þegar ég leit yfir grænmetið fékk ég ólýsanlega löngun í skarlottulauk í sallatið, hráann skarlottulauk sem ég myndi hakka niður mjög smátt. Annað sem fór í sallatið ásamt túnfisknum er smá majó, rauð paprika, egg, karrí og Aromat og það er unaðslegt. Héðan í frá geri ég ekki svona sallat nema hafa lauk.... ef ég þekki mig og mína gömlu matvendni rétt þá á ég þar að auki inni ónotaðann kvóta þannig ferskur skarlottulaukur verður nú í öllum sallötum.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er þá von fyrir Guðnýju matvöndu enn híhí. Gleðilega þjóðhátíð er á Akureyri í gær var 18 stig og sól í dag er aðeins kaldara því það er þoka yfir öllu en voða milt að öðru leyti. Valdemar Örn er að útskrifast í dag og það er bara ótrúlegt. Hlakka til að sjá þig í sumar xxx

17 júní, 2007 13:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ já, dásamlegir svona matarstælar í manni. Ég man eftir svona tíma þar sem ég borðaði ekki sveppi, lauk, rækjur og hvítlauk. Minni okkur þó á "Charlie-saltið" góða sem við stráðum yfir ostabrauð í ofni og borðuðum með bestu lyst. Það breyttist svo í Garlic-salt þegar enskukunnáttan jókst hmmmm... ;)

17 júní, 2007 13:12  
Blogger brynjalilla said...

namm en hefurðu prófað að marenera lauk upp úr balsamikediki og pínu sykri, ljúffengt og í staðin fyrir sykurinn er einkar gott að nota dass af grenadine.

17 júní, 2007 20:49  
Blogger imyndum said...

Jú, ég man eftir "Charlie saltinu" góða sem við átum með bestu lyst þó svo okkur þætti hvítlaukur og allt sem honum nálægt kom mesta óæti. Ég man líka eftir símtalinu þegar þú hálf hrópaðir á mig í símanum að "Charlie saltið" góða væri í rauninni hvítlaukssalt. Ég verð nú að viðurkenna óttann sem greip mig þegar mér varð ljóst að mér þætti hvítlaukur góður án þess að hafa hugmynd um það ;)

19 júní, 2007 15:57  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker