fimmtudagur, júní 21, 2007

Sumarsólstöður

Lengsti dagur ársins á norðurhveli jarðarinnar. Hér í París erum við með rúmlega 17 stundir af byrtu og tæpar 7 af nótt. Sólin rís uppúr 5 og sest rétt um 22. Ég kann afar vel við þetta svona. Dagarnir eru heitir og kvöldin myld. Hressilegir rigningarskúrir við og við brjóta upp loftið.
Mér gengur vel að vinna þessa dagana. Reyndar fór harðidiskurinn í gömlu tölfunni sem ég notaði við ritgerðarskrifin, minsta málið væri að kaupa nýjann en hann liggur grafinn einhverstaðar í yðrum tölfunnar og ekki á færi amatörs að skipta honum út. Ég vinn því núna á nettengdu tölfuna, hlusta annaðslagið á hina ýmsu viðtalsþætti á gufunni ásamt miðdegis sögunni með og finst það notalegt. Harmonikku þættir og klassískir tónar fá hinsvegar ekki náð fyrir mínum eyrum.
Annars er hin árlega hátíð tónlistarinnar í dag með tilheyrandi fjöri út um alla borg. Við hjónin höfum mælt okkur mót við utanbæjar vini í kvöld sem gera sér ferð í stórborgina til að hlýða á dýrðina. Þau eru miklir jazz aðdáendur og ég ætla að taka sénsinn á að þau séu búin að skipuleggja hvert eigi að fara.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Væri ekki amalegt að vera á leiðinni með ykkur :-)
það verður bara síðar

21 júní, 2007 12:24  
Blogger brynjalilla said...

æ hvað mér finnst kósý að lesa "við hjónin" hafið það gott í dag sem aðra daga.

21 júní, 2007 17:08  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker