Montpellier
Hrukkan hræðilega er horfin og ég í þónokkuð betra jafnvægi. Vorum á hóteli í miðbænum, hvíldumst, nutum borgarinnar, borðuðum á veitingastöðum sem bjóða upp á rétti úr hráefni frá héraðinu, fórum niður að miðjarðarhafinu þar sem tærnar fengu að sprikla í köldum sjónum, hittum vini og nutum þess að vera til.
Montpellier er yndisleg borg, sérstaklega gamli hlutinn, þröngar götur sem fara ekki eftir nokkru skipulagi og það þröngar að engin bílaumferð kemst þar um. Reyndar er ekki mikil bílaumferð í borginni. Þar er öflugt sporvagnakerfi og mikið af götum lokaðar fyrir annari umferð. Meðfylgjandi götumynd úr gamla bænum er sannkölluð breiðgata miðað við þær margar. Þetta er einfaldlega borg sem verðskuldar að vera heimsótt.
Ég er strax farin að hlakka til að heimsækja borgina aftur næsta sumar.