föstudagur, febrúar 09, 2007

Leiðindar nágranninn ég

Enn einusinni þarf ég að banka uppá hjá nágrönnunum hérna niðri og biðja um eitthvað sem dottið hefur út um gluggan hjá mér. Koddaver, "uppáhalds" handklæðið hans Marwan og núna seinast flísteppi sem fíkur úr gluggasillunni þar sem það baðar sig í sólinni og niður á þakskyggnið fyrir neðan, rétt fyrir framan íbúðina á neðri hæðinni.
Teppið sem um ræðir núna reif sig fast í gær í hörðum haglélsskúr sem brast á uppúr þurru og ég of sein að átta mig á. Málið er að ég hef ekki séð tangur né tetur af nágrönnunum síðan og er hrædd um þar sem vetrarfrí í skólum skella á nú um helgina að þau séu farin eitthvað í burt. Ferskjubleigt teppið hangir nú á járnstöng sem skagar undarlega út úr húsinu og lítur frekar draslaralega út. Ég get samt ekki verið annað en fegin að það hafi ekki dottið allaleiðina niður á skítugt þakskyggnið. Nú er bara að bíða og sjá hvenær nágrannarnir koma heim til að setja á sig fallegt afsökunarbros og sjá hvort þau eru ekki til í að tegja sig enn einusinni út á þakskyggnið.

6 Comments:

Blogger Hildurina said...

heheh eins gott að vera í góðu sambandi, lenti iðulega í þessu í Róm og minnist þess sérstaklega þegar þvottasnúran í heild sinni datt niður með uþb 10 handklæðum. Nágrannarnir voru ekki glaðir þar sem snúran braut blómapott á svölunum!
Knús úr Firðinum
Hildur Hinriks

10 febrúar, 2007 14:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man alltaf hvað mér leið illa þegar ég þurfti að biðja gæjana sem bjuggu fyrir neðan mig að skila mér nærbuxum og öðru.
Fríið byrjar ekki í París fyrr en um næstu helgi.

10 febrúar, 2007 16:09  
Blogger imyndum said...

;) gott að sjá að ég er greinilega ekki ein um þetta. Sá að einhver var kominn heim niðri og komst að því að ég er komin með nýja nágranna.
Setti upp afsökunarbrosið og kreisti upp pínulítinn þvingaðann hlátur þegar ég útskýrði málið fyrir nýju nágranna konu minni. Varaði hana í leiðinni að þetta gæti vel endurtekið sig.
Þetta virðist yndælis stelpa og NÆSTA skipti verður greinilega ekki mikið mál.

10 febrúar, 2007 20:21  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahahaha!!

Ævintýri stórborgarinnar, það er greinilega margt sem komið getur fyrir litlu norðurhjarasnótina í "fjarlægri borg"

Knús og kossar
Inga

P.S. nú er farið að styttast verulega í að við flytjum aftur heim :-)

13 febrúar, 2007 11:52  
Blogger Fnatur said...

Ertu búin að fá teppið til baka frá grönnunum?

14 febrúar, 2007 20:45  
Blogger imyndum said...

Já, hún lét mig fá það um daginn þegar ég komst að því að ég er komin með nýja granna

15 febrúar, 2007 11:23  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker