miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Langþreyta og ný hrukka

Upp á síðkastið hef ég reglulega verið spurð hvort ég sé þreytt og það af fisksalanum, kaupmanninum í litlu mið-austurlanda kjörbúðinni á móti og af fólki sem er kanski ekki mér næst. Ég verð að viðurkenna að ég er alvarlega farin að þjást af langþreytu sem greinilega er ekki legur bara undir yfirborðinu. Orðin ennþá meira utanvið mig en vanalaega. Kem oft ekki út úr mér heilli setningu og ný hrukka hefur myndast við vinstra augað. Löng, djúp og óhuggnaleg í alla staði.
Þetta er fylgifiskur ritgerðarinnar og ég veit það. Það versta er að þessi þreyta á sjálfsagt bara eftir að ágerast. Ég reyni hinsvegar einungis að hugsa til mið og enda mars. Mið mars skila ég inn eintaki til leiðbeinanda míns svo hann geti hakkað ritgerðina í sig og sett út á öll littlu smáatriðin. Svo er komið að mér að laga og leiðrétta, en eins og ég segi þá hugsa ég ekki enn svo langt. Ég skila semsagt inn þessu eintaki 14 mars. Helgina þar á eftir byrjar ethnografíska kvikmynda hátíðin í gamla mannfræði safninu og stendur í viku. 2 dögum seinna fer ég til Egyptalands að undirbúa brúðkaupið okkar. Þrátt fyrir að hver dagur sé allt of stuttur og að ég þurfi alvarlega á fleiri klukkutímum í sólahringnum að halda, finst mér óendanlega langt þangað til.
Til að reyna að vinda aðeins ofan af mér hefur Marwan tekið sér frí yfir langa helgi í vinnunni og keypt lestarmiða handa okkur til suður Frakklands fyrir morgundaginn. Ég stefni því á að mæta galvösk til leiks á mánudaginn. Endurnærð og bætt af hafgolu miðjarðarhafsins.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi snúllan mín!!!

Ég vildi að ég gæti gefið þér gott knús en ég veit að Marwan gefur þér það í staðin :-)
Ég vona að ferðin um helgina verði ykkur góð og að þú náir að hlaða batteríin í baðkarinu á hótelinu sem þið verðið á.

Knús og kossar
Inga

21 febrúar, 2007 14:55  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þú ert algjörlega andleg samferðakona. Svona líður mér ansi oft, sérstaklega þegar ég læt verkefni og ritgerðir sitja fyrir öllu, s.s. hreyfingu, fara út að viðra sig etc. Passaðu þig bara á því að ritgerðin heltaki þig ekki. En þetta er samt gaman og það er gott að fá smásmugulegar athugasemdir, betra að fá þær fyrir doktorsvörnina en á doktorsvörninni! Þannig er held ég gott að hugsa þetta. Gangi þér rosa vel og hrukkan hverfur um leið og þú ert búin.

23 febrúar, 2007 17:29  
Blogger brynjalilla said...

Vona ad hafgolan hafi mykt thig og tekid ur ther hrukkutetrid.

27 febrúar, 2007 12:19  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker