fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Valentínus

Heilagur Valentínus rann ljúflega niður með bleiku kampavíni í gær. Marwan kom heim frá Kaíró í fyrradag með fullt af myndum frá hótelinu og garðinum þar sem við ætlum að halda brúðkaupsveisluna okkar þann 6 apríl næstkomandi, sem er reyndar föstudagurinn langi! En það þýðir ekkert að hengja sig í einhver smáatriði þegar maður býr í margþjóða sambúð. Egypti og Íslendingur sem búa í Frakklandi, hér þýðir ekkert annað en sveigjanleiki hjá báðum aðilum, sem hingað til hefur gengið mjög vel. Mér líst stór vel á myndirnar, þetta verður án efa fallegt brúðkaup hjá okkur. Garðurinn er stór og hótelbyggingin er láreist. Hótelið er rétt við pýramidana og því töluvert frá miðbænum og virkar á mig sem vin í stórborg í jaðri eyðimerkurinnar. Þetta verður yndislegt og ég hlakka svo til.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Rósa mín. Hvenær fáum við að sjá myndir? Ása kom heim frá Svíþjóð í gær lét vel af dvölinni, er í heimaprófi fram á laugardag, segist ekki vera komin opinberlega heim fyrr en á sunnudag.
Hlakka til að sjá myndir.
Kveðja mamma

15 febrúar, 2007 14:34  
Blogger Fnatur said...

Mikið er þetta spennandi allt í sambandi við brúðkaupið ykkar.
Annars spurði hún Hildur Theodóra (eldri dóttir mín) mig fyrir tveimur dögum síðan hvort við gætum ekki flutt til Egyptalands. Hún er ný hætt að biðja um að flytja til Japan. Hún er mjög upptekin af pýramídum, múmíum og þyrstir í allan fróðleik um Egyptaland já og reyndar Kína líka. Þegar ég sagði henni að það væri ekki á stefnuskrá og við myndum sennilega aldrei flytja þangað þá heldur betur byrjaði spurningaflóðið. Af hverju ekki? En það er svo fallegt þar? Þá get ég lært fleiri tungumál? Þá get ég lært meira um pýramídana? ....spurningalistinn var mjög langur og mikið reynt að fá mig til að samþykkja að flytja þangað. Þá fór ég að segja henni frá þér og Marwan og að þið væruð að fara að gifta ykkur í Egyptalandi. Stjörnurnar sem komu í augun á henni. Ég sagði henni að ég væri viss um að þú myndir setja eitthvað af myndum inn á síðuna hérna eftir brúðkaupið og lofaði henni að hún mætti sjá þær. Hún var mjög spennt og sátt við það og þar með lauk þessari umræðu um að flytja til Egyptalands.

15 febrúar, 2007 18:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært, ég hlakka til að sjá myndir og ekki síður að koma út til Kaíró og taka þátt í brúðkaupinu ykkar :-)

Kv. Inga

P.S. er alveg að fara flytja aftur heim :-)

16 febrúar, 2007 10:37  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker