þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Brúðkaupsundirbúningur

Marwan fór til Kaíró í gær vegna vinnunnar og tók með sér litaborða sem sýni af litum sem okkur (mér) finnast fallegir fyrir blómaskreitingar og annað fyrir brúðkaupið okkar. Tengdamóðir mín tilvonandi sem sér að mestu leiti um skipulagningu og undirbúinig hefur ákveðið að fresta árlegri Evrópuferð sinni þetta árið þannig að allur undirbúiningur fer fram í gengnum síma og í gegnum Marwan.
Eins og karlmönnum sæmir við slíkan undirbúining er hann hinsvegar alveg rólegur yfir þessu öllu. Þegar ég spurði hann t.d. hvort við myndum láta prenta nöfnin okkar á servétturnar þá fékk ég svarið að hótelið þar sem veislan er haldin og sér einnig um veitingarnar útvegi servétturnar!
Á sama tíma og ég hef í ýmis önnur horn að líta þessa dagana og ætti að vera voða fegin að hótelið sjái bara um þetta án þess að ég komi þar mikið nálægt. Þá pirrar þetta mig einhverstaðar innan í mér. Treysti sjálfsagt ekki hótelinu, sem ég þekki ekki í landi sem er ekki mitt að gera eitthvað sem ég yrði ánægð með. Kanski ætti ég bara að vera karllæg í hugsun og vera þar með viss um að þetta reddist einhvernvegin. En á sama tíma þá er þetta brúðkaupið okkar og þar með viðburður sem manni þykir merkilegri en svo að það reddist einhvernvegin.
Þegar öllu er á botnin hvolft er samt aðalatriðið að fagna ást okkar að viðstöddum fjölskyldu og vinum. Hvernig servétturnar eru á litin, blómin, dúkarnir, maturinn.... sjálfsagt reddast þetta allt saman.

5 Comments:

Blogger Fnatur said...

Mér heyrist þetta vera íslenska ofurkonu syndrómið. Verða að skipuleggja allt sjálfur, helst baka og elda líka, skreyta sjálfur kvöldið fyrir brúðakaup og vera alveg á milljón þar til tveimur tímum fyrir brúðakaup því þá þarf maður víst að fara í förðun og greiðslu.

Reyndu bara eftir bestu getu að njóta þess að þurfa ekki að standa í þessu öllu sjálf. Ég held stundum að það sé mjög gott að karlmenn séu svona rólegir yfir brúðkaupum og öðrum viðburðum því við stressum okkur stundum fyrir fleiri en tvo.

06 febrúar, 2007 14:22  
Blogger brynjalilla said...

Spennandi Rósalilla, njóttu undirbúningsins og servíetturnar verða örugglega fínar. AUðvitað verður maður samt að fá að hafa puttana í sínu eigin brúðkaupi, er ekki hægt að fá einhverjar servíettuprufur frá hótelinu svo þú hafir nú eitthvað val. Njóttu og já þetta fer allt á besta veg vittu bara til.

06 febrúar, 2007 17:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég skil þig samt vel. En er ekki hægt að ræða þetta við hótalið og ef Marwan er með litaprufur getur hann þá ekki bent á að þið viljið hafa servétturnar í einhverjum af þeim litum. Mér finnst það alls ekki verið að fara fram á mikið. Og ég er viss um að tengdóin þín er kona til að stjórnast í þessum málum, hvort sem er servéttur eða annað. En auðvitað er þetta ykkar brúðkaup og þið ráðið.
Ég er viss um að þetta verður æði allavega líst mér vel á það sem ég sá á heimasíðu hótelsins :-)
Kv. Inga Jóna

07 febrúar, 2007 11:11  
Anonymous Nafnlaus said...

ég bara trúi því ekki að það séu bara rétt um 6 vikur þar til við hittumst á framandi slóðum og þú giftir þig ómæ... Ég er orðin svo spennt að koma og njóta þess að fara í aðra menningu og liggja í leti á hótelinu með drykk i glasi með fullt af regnhlífum á he he... Þið sem ekki komið sorry en þið eruð að missa af svo mikilu.. kv Þórdís

08 febrúar, 2007 15:04  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þetta verður æði Rósa. Vertu bara í góðu sambandi við tengdamömmuna. Hún mun sjálfsagt gera allt til að gera daginn ógleymanlegan. Sammála Brynju, það er skemmtilegra að hafa ákveðið hlutina sjálf, þá verður veislan meira þín. Úff það eru nákvæmlega 10 ár síðan ég gifti mig og þá sá móðursystir mín um allt (ég var einmitt að skoða myndir um daginn og þar er Þórdís með Guðnýju nýfædda og þú með þvertopp, svart hár niður á herðar, voða sæt). Mér fannst svona eftirá ég hafa verið of mikill gestur í minni eigin veislu. Þannig líður sjálfsagt mörgum karlmanninum sem hefur látið konuna sjá um allt en í mínu tilfelli vorum við bæði í þeim sporum. Þú uppskerð eins og þú sáir. Það á alla vega við í þessu tilfelli.

10 febrúar, 2007 03:21  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker