þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Montpellier

Hrukkan hræðilega er horfin og ég í þónokkuð betra jafnvægi. Vorum á hóteli í miðbænum, hvíldumst, nutum borgarinnar, borðuðum á veitingastöðum sem bjóða upp á rétti úr hráefni frá héraðinu, fórum niður að miðjarðarhafinu þar sem tærnar fengu að sprikla í köldum sjónum, hittum vini og nutum þess að vera til.

Montpellier er yndisleg borg, sérstaklega gamli hlutinn, þröngar götur sem fara ekki eftir nokkru skipulagi og það þröngar að engin bílaumferð kemst þar um. Reyndar er ekki mikil bílaumferð í borginni. Þar er öflugt sporvagnakerfi og mikið af götum lokaðar fyrir annari umferð. Meðfylgjandi götumynd úr gamla bænum er sannkölluð breiðgata miðað við þær margar. Þetta er einfaldlega borg sem verðskuldar að vera heimsótt.
Ég er strax farin að hlakka til að heimsækja borgina aftur næsta sumar.





9 Comments:

Blogger Kristín said...

Ég bjó einn vetur í Montpellier. Yndisleg borg. Takk fyrir myndirnar, þær ylja mínu kalda hjarta á þessum gráa degi.
En það er leitt að þið fenguð ekki heiðan himinn, endilega farið aftur og sjáið hana í sólinni.

27 febrúar, 2007 17:08  
Blogger Fnatur said...

Frábært að hrukkan blessaða sé flogin burtu. Myndirnar eru ekkert smá flottar. Svona byggingar sér maður ekki víða þar sem ég bý. Gott að þið náðuð að slappa af og hlaða orkustöðvarnar þarna í Montpellier. Ég sé það alltaf betur og betur að við Högni þurfum einhvern tíman að heimsækja Frakkland.

27 febrúar, 2007 18:44  
Blogger brynjalilla said...

yndislegt cést la vie er það ekki?

27 febrúar, 2007 20:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Já mín kæra "stóra" systir ég skoðaði myndirnar af þér vel og vandlega og sá enga hrukku. Þú ert alveg sama skvísan og þú varst um jólin og þú verður enn meiri skvísa í brúðkaupsvikunni í Kaíró um páskana.
En pant sitja við ganginn í fluginu á leiðinni út bara svo ég og bumban komumst fyrir....

Knús og kossar,
Inga

28 febrúar, 2007 11:10  
Blogger brynjalilla said...

Hae rosalilla, nu er bara manudur thangad til thu verdur frú. En heyrdu eg bara get ekki annad en sagt ther ad vid valli erum a fullu ad finna leidir til ad koma í brúdkaupid ykkar Marvans, erum buin ad redda pössun, buin ad finna flug, Köben-Istanbúl-Kairó, nu er bara verid ad reyna finna afleysingalaekni fyrir Val, heldurdu ekki ad thad se laust herbergi eftir handa okkur á hotelinu? Svona 50% líkur á thví ad thetta gangi allt upp hjá okkur, mikid vodalega yrdum vid nu glöd ad hitta ykkur í Kairó og taka thátt í thessum glediatburdi.
love
Brynja

01 mars, 2007 10:43  
Blogger imyndum said...

Fábærar fréttir!
;) ekki málið með hótelið. Mikið yrði það geeeggjað ef þið kæmust... okkar vegna... ykkar vegna og allra hinna...
Nú er bara að krossa fingur og vona að gott fólk vinni með Valla sem tilbúið er að leysa hann af... það er ekki á hverjum degi sem maður er viðstaddur brúðkaup í Egyptalandi.
kossar

01 mars, 2007 11:03  
Blogger brynjalilla said...

nákvaaemlega, once in a lifetime opportunity, gott ad heyra ad thetta se ekki mal med hotelid, pantar thu ef thetta gengur upp? Laet thig vita svo fljótt sem audid er!

01 mars, 2007 13:28  
Blogger imyndum said...

Já, ég sé um Kaíró, hótel og læt sjá um að ná í fólk á flugvöllinn og koma því þangað aftur.

Hinir ísl koma á miðnætti milli fyrsta og annars apríl og eru fram á sunnudagsmorgun þegar við rennum í hann niður að rauðahafinu í brúðkaupsferð.

Veit ekki hvenær þið eruð að spá í flugi, veislan er föstudagskvöldið 6 apríl, en giftingin hefst 4 apríl, gaman að vera komin fyrir þann tíma. En aðal málið er semsagt föstudagskvöldið.

Hlakka til að heyra frekari fregnir,
kossar

01 mars, 2007 13:44  
Blogger brynjalilla said...

Hæ beibs, nú á Valur bara eftir að redda einni vakt ef það gengur upp þá komum við 00:25 2. april til Kairo og færum 2:30 8. april heim aftur.

02 mars, 2007 09:43  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker