sunnudagur, febrúar 18, 2007

Helgin

Eins og mér finnst ágætt að brjóta upp vanamynstur hversdagsins og leysa af í gestamótökunni á hótelinu annað slagið þá hefði það getað hitt á aðra helgi en akkúrat þessa. Vorum boðin í innflutnings og afmælisveislu út í sveit í gærkvöldi og komumst að sjálfsögðu ekki. 2 tíma akstur aðra leiðina sem er heldur mikið þegar ég er að vinna til átta á laugardagsvköldinu og byrja aftur átta á sunnudags morgni.

Við reyndum hinsvegar að gera gott úr gærkvöldinu sem var með ólíkindum milt miðað við febrúar mánuð. Löbbuðum niður að Notre Dame kirkjunni og borðuðum hálfpartinn úti á verönd á littlu kaffihúsi sem er í uppáhaldi hjá okkur þar í nágreninu. Vorlyktin í loftinu og ljúfur kvöldandvarinn mynti okkur á afhverju við búum hér. Á slíkum kvöldum veit ég ekki um fallegri borg en París.

Á dagskránni í kvöld er rólegt heimakvöld. Marwan sér um matinn, tók íslenska lambalund úr frysti veit ég og keypti ferskt grænmeti á markaðnum í morgun. Það verður ljúft að koma heim eftir langan dag og leifa honum að stjana við mig.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Namminamm það hljómar ótrúlega vel, það er svo fráæbrt að eiga gott líf og fatta það :-)

Sælukveðjur,
Inga

19 febrúar, 2007 10:33  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

mmmmm, hljómar dásamlega´.

21 febrúar, 2007 04:41  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker