miðvikudagur, janúar 31, 2007

Frönsk forræðishyggja

Tilbreiting dagsins var án efa að fara út í kjörbúð áðan með restina (5) af hádegisverðar ávísunum Marwan fyrir árið 2006 áður en þeir renna úr gildi á morgun. Hér í Frakklandi eru vinnustaðir skildaðir til að sjá starfsfólki sínu fyrir mat í hádeginu. Ef ekki eru mötuneiti fær fólk því úthlutað mánaðarlega littlu tékkhefti með hádegisverðar ávísunum sem hægt er að borga með annaðhvort á veitingastöðum eða í sumum kjörbúðum.
Ég var því með fulla körfu sem búið var að skanna og ég búin að raða snyrtilega ofan í litla græna innkaupa djöfulinn minn sem ég dreg með mér í slík stórinnkaup kom babb í bátinn. Kassapylturinn mátti ekki taka við nema 2 miðum. Þetta hefði ekki verið mikið mál ef þeir rynnu ekki út daginn eftir. Það var því nú eða aldrei að nota miðana. Ég fór því að tína aftur upp úr innkaupa djöflinum til að hann gæti mínusað úr kassanum upp að því sem samsvarar 2 miðum. Þar sem ég var að versla skemtilegar vörur eins og grænmeti viktað á kassa og ýmislegt annað fór eitthvað í vitleisu hjá honum og kallað var á yfirmanneskjuna. Hálf þurprumpulega konu, sem að mínu mati mætti hafa sig aðeins betur til í starfi, allavega fara í klippingu og skipta um hárgreiðslu, sem er akkúrat engin.
Yfirmanneskjan kom og sá undir eins að ég var að versla ýmislegt sem flokkast undir "ólöglega vöru" til að borga með slíkum miðum, eins og þvottalög og rauðvín. Úr varð að kaupin í heild yrðu mínusuð úr kassanum. Yfirmanneskjan tíndi svo eitthvað af "löglegum vörum" til upp að rúmlega tveimur miðum. Mismunin og "ólöglegu vörurnar" borgaði ég svo með kortinu mínu. Tók afganginn af vörunum sem ekki höfðu enn verið keyptar stillti mér upp við næsta kassa og borgaði með 2 miðum í viðbót. Ég fékk engin komment frá yfirmanneskju né neinum öðrum.
Ég á semsagt einn miða eftir, kíki aftur í búðina fyrir tíu í kvöld og kaupi eitthvað fyrir hann. Líður okkur ekki öllum betur núna!

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Heimþrá

Ég er ekki frá því að eitt besta ráðið við heimþrá, hrjái hún einhvern sé að lesa moggan á þriðjudögum þar sem tíundað er úr dagbók lögreglunnar hvað margir hafa verið barðir í klessu og hversu mörg skemdarverk unin víðsvegar um landið þá helgina.
Síðasliðna helgi var t.d. hluti klæðningar rifin af húsi í boginni, rúður brotnar, bæði á hýbýlum og í bifreiðum, póstkassar eyðilagðir og greint frá einhverju sem greinilega hefur verið fillerýis vesen á fullorðnu pari á gistiheimili í borginni. Rosalega hlýtur fólki að líða illa og úldnu innaní sér að haga sér svona.
Sjáflsagt er hinsvegar enn meira vesen og læti hér í borg. Tölur um fjölda kvenna og barna sem deyja af völdum heimilisofbeldis ár hvert eru til dæmis sláandi... þegar maður les þær og þann klukkutíma á eftir áður en maður gleimir þeim.
Mér finst samt einhvernvegin eins og ofbeldi og almennt vesen á Íslandi hafi farið vaxandi á seinustu tíu árum eða svo. Kanki er það bara ég sem tek meira eftir þessu núorðið í fréttum þar sem fyrir mér í minni nostalgíu er Ísland og á að vera mín Útopía þar sem öllum líður vel.

mánudagur, janúar 29, 2007

Rómantíska París

Róleg helgi, horfðum m.a. á sólsetrið af 34 hæð Concorde LaFayette hótelsins. Hvernig dökk appelsínugulur eldhnötturinn leið bakvið trjágróinn sjóndeildarhringinn í vestri ótrúleg upplifun. Horfðum svo á myrkrið líða hægt yfir borgina og ljósin lifna við eitt af öðru.

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Helgin

Snobbveislan a föstudagsköldinu tókst ágætlega, maturinn reyndar ekki jafn góður og búast mætti við af jafn flottum veitingastað en það er langt síðan ég hef dansað jafn mikið og þetta kvöld. Veturinn sem er skollin á núna var ekki enn farinn að láta kræla á sér og gátum við því rölt um í næturblíðunni á eftir þrátt fyrir bera leggi og opna skó. Vegna fjölda áskoranna læt ég fylgja með mynd af kjólnum góða og dömunni sem klæddist honum.
Kvennakvöld íslenskra valkyrja í Frakklandi á laugardagskvöldinu var hinsvegar vítamínsprauta mánaðarins, og ekki veitir af svona rétt eftir hátiðarnar. 47 íslenkar konur mættu á svæðið víðsvegar frá þó svo flestar komi af Parísarsvæðinu. Þessi kvöld gera alltaf meiri og meiri lukku hvert ár og yrði ég ekki hissa að eftir nokkur ár reyndu landsbyggðar konur einnig að láta sig ekki vanta. Konur á öllum aldri, stærðum og gerðum, sumar búnar að vera einungis í nokkra mánuði og aðrar upp undir 45 ár og það eitt eigum við allar sameiginlegt að vera íslenskar og búa í Frakklandi. En allt eru þetta konur sem eru að gera merkilega hluti. Mikið af tónlistarfólki, myndlistarkonum og leikkonum, allskonar fræðingar og konur með hin ýmsu sérsvið. Þessi kvöld eru svo hressandi og skemtileg. Kristín sem stendur fyrir þessu á mikið hrós skilið fyrir framtakið.
Annars líða dagarnir hver af öðrum núna, skoða íbúðir, skoða brúðarkjóla og viðeigandi. Fer eitthvað minna fyrir ritgerðarskrifum. Skila inn fyrsta loka eintaki af ritgerðinni til prófesorsins míns áður en ég fer til Egyptalands í lok mars. Þarf kanski að stessa mig aðeins meira á þessu.

föstudagur, janúar 19, 2007

Gleði Geði Gleði

Nú er allt á fullu við að lakka táneglur og plokka augabrýr. Árshátíð hjá vinnunni hans Marwan í kvöld á einum af fínni veitingastöðum bæjarins og ekki kemur annað til greina en að líta sitt besta út. Nenni nú reyndar ekki í hárgreiðslu eins og í fyrra en skelti mér í air bruch brúnku meðferð í vikunni til að ná af mér mesta blámanum. Er ekki vön því að vera með lit á líkamanum þar sem venjan er sú hjá mér að brenna við það eitt að einhver mynnist á sól. Verð hinsvegar í kjól þar sem kemur til með að sjást í bert hold og fanst mér ekki vera tilefni til að flíka mínum bláma á annari eins snobb samkundu.
Annaðkvöld er svo hið árlega konukvöld okkar íslandskvenna hér í París og Frakklandi og hlakka ég mikið til þess. Þetta verður því hið mesta gleðihelgi.

mánudagur, janúar 15, 2007

Baráttan milli góða og ills

Þar sem ég var á leiðinni heim rétt eftir hádegi stoppaði ég og keypti mér volga kjúklingasamloku. Ekki eina af þessum samangrilluðu sem líta helst út eins og skósóli heldur, rétt örlítið hituð og gerð úr lífræntræktuðu ciabata brauði. Verulega góða en ég saknaði þess að hafa ekki allavega einn heilan tómat með henni þar sem kálið og tómatkurlið sem sett var í ásamt marineraða grill kjúklingnum var heldur af skornum skamti. Ég fór því að láta mig dreyma um annan af rauðu fallegu tómötunum sem ég ætti heima og biðu mín inni í eldhúsi. Tómaturinn myndi líka bæta næringargildi hádegisverðarins og gera hann meira équilibre eins og kallað er hér í Frakklandi. Ég var því hæst ánægð hvað ég lifði sérlega "heilbrigðu líferni".
Þegar hinsvegar heim var komið var samlokan búin og af óútskýranlegum ástæðum, séð útfrá villtum fantasíum um tiltekin tómat nokkrum mínútum áður, réðst ég óhindrað á dunkinn með restinni af jólasmákökunum og leit ekki einusinni við tómatinum!
Það besta er að alltaf nær maður að réttlæta gjörðir sínar. Líkamann hefur sjálfsagt vantað eitthvað sem er í smákökum en ekki í tómötum!
Og nú langar mig í kaffi með mjólk og örlítið af sykri.... ég hef ekki notað sykur í kaffið mitt í mörg ár !!! Ef áfram heldur stefnir ekki í gott á sundlaugarbakkanum í brúðkaupsferðinni í vor.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Tropical Paris

Í dag er 15 stiga hiti á opinberum mælum hér í borg allt frá því snemma í morgun. Seinniparturinn bætti við sig með blússandi sólskyni. Frakkar eru alveg stein hissa á þessu. Auðvitað hafa allir heyrt talað um breytt loftslag í heiminum og hækkandi hitastig. En þeir héldu greinilega að þetta væri eitthvað sem gerist bara í sjónvarpinu... eða einhverstar annarstaðar en hjá okkur.
Um helgina þar sem við röltuðum um götur borgarinnar í blíðunni rákumst við á fyrsta útsprungna blóm ársins, sem að þessu sinni var ekki gulur fífill heldur rauð rós! Er það samt ekki merki um mikla ást og hamingju á árinu ;) Ég get ekki trúað öðru.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Nýár

Mikið er alltaf góð tilfinning að byrja nýtt ár. Búið að endurhlaða nýjum og ferskum dögum á dagatalið. Þetta er pínulítið eins og að byrja á núlli, allt er ennþá mögulegt.
Áramótunum fögnuðum við hérna heima með góðri máltíð og kampavínsflösku á miðnætti. Vorum reyndar boðin í partý en gerðum okkur upp veikindi. Kanski lélegt af okkur en við nentum enganvegin að vera innan um emjandi drukkið lið og allt of háa tónlist og liggja með höfuðverk af öllu saman á fyrsta degi ársins. Enda er það líklegast versta aðferðin til að taka á móti nýju ári.
Fórum út að borða í gærkvöldi í tilefni af afmælinu mínu. Fundum loksins boðlegan indverskann veitingastað í París. Búin að prófa þá nokkra en alltaf orðið fyrir vonbrigðum þangað til í gær. Þvílík unaðs máltíð. Löbbuðum langleiðina heim á eftir til að koma meltingunni af stað sem átti mikið verk fyrir höndum, þrátt fyrir rigningu, rok og hæla.
eXTReMe Tracker