föstudagur, janúar 19, 2007

Gleði Geði Gleði

Nú er allt á fullu við að lakka táneglur og plokka augabrýr. Árshátíð hjá vinnunni hans Marwan í kvöld á einum af fínni veitingastöðum bæjarins og ekki kemur annað til greina en að líta sitt besta út. Nenni nú reyndar ekki í hárgreiðslu eins og í fyrra en skelti mér í air bruch brúnku meðferð í vikunni til að ná af mér mesta blámanum. Er ekki vön því að vera með lit á líkamanum þar sem venjan er sú hjá mér að brenna við það eitt að einhver mynnist á sól. Verð hinsvegar í kjól þar sem kemur til með að sjást í bert hold og fanst mér ekki vera tilefni til að flíka mínum bláma á annari eins snobb samkundu.
Annaðkvöld er svo hið árlega konukvöld okkar íslandskvenna hér í París og Frakklandi og hlakka ég mikið til þess. Þetta verður því hið mesta gleðihelgi.

6 Comments:

Blogger Fnatur said...

Úhhhhhh en spennó og gaman.
Hvernig er kjóllinn á litinn sem þú ætlar í?
Skemmtið ykkur vel.

Kv, Fanney

19 janúar, 2007 17:11  
Blogger imyndum said...

Blessuð Fanney, hann er tvöfaldur svart gengnsætt plíserað efni með silfurlituðum yrjum yfir svartann undirkjól. Marlyn Monroe kokteil kjóll með áramóta svingi. Silfurskór og svartar ermar mér til halds og trausts, ljóst naglalakk og geðveikur grár glimmer augnskuggi frá Lancome.

19 janúar, 2007 17:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Dí, hlakka til að sjá þig á morgun, brúna og fagra.
Kristín Parísardama.

19 janúar, 2007 18:41  
Blogger brynjalilla said...

ó mæ þú verður æðisleg, góða skemmtun elskan mín, vona að´það komi mynd af ykkur hjónaleysunum (ennþá) á næsta bloggi.

19 janúar, 2007 21:07  
Blogger Fnatur said...

Vá æðisleg. Þú verður ofurpæja heyri ég. Ég elska svona Marlyn Monroe kjóla, þeir eru eitthvað svo rómó og kvennlegir. Ekki gleyma síðan að láta Marwan taka mynd af þér þegar þú ert komin í dressið.

19 janúar, 2007 23:49  
Blogger Fnatur said...

Hæ Rósa.
Hvernig var á árshátíðinni og konuköldinu?

22 janúar, 2007 19:20  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker