mánudagur, janúar 15, 2007

Baráttan milli góða og ills

Þar sem ég var á leiðinni heim rétt eftir hádegi stoppaði ég og keypti mér volga kjúklingasamloku. Ekki eina af þessum samangrilluðu sem líta helst út eins og skósóli heldur, rétt örlítið hituð og gerð úr lífræntræktuðu ciabata brauði. Verulega góða en ég saknaði þess að hafa ekki allavega einn heilan tómat með henni þar sem kálið og tómatkurlið sem sett var í ásamt marineraða grill kjúklingnum var heldur af skornum skamti. Ég fór því að láta mig dreyma um annan af rauðu fallegu tómötunum sem ég ætti heima og biðu mín inni í eldhúsi. Tómaturinn myndi líka bæta næringargildi hádegisverðarins og gera hann meira équilibre eins og kallað er hér í Frakklandi. Ég var því hæst ánægð hvað ég lifði sérlega "heilbrigðu líferni".
Þegar hinsvegar heim var komið var samlokan búin og af óútskýranlegum ástæðum, séð útfrá villtum fantasíum um tiltekin tómat nokkrum mínútum áður, réðst ég óhindrað á dunkinn með restinni af jólasmákökunum og leit ekki einusinni við tómatinum!
Það besta er að alltaf nær maður að réttlæta gjörðir sínar. Líkamann hefur sjálfsagt vantað eitthvað sem er í smákökum en ekki í tómötum!
Og nú langar mig í kaffi með mjólk og örlítið af sykri.... ég hef ekki notað sykur í kaffið mitt í mörg ár !!! Ef áfram heldur stefnir ekki í gott á sundlaugarbakkanum í brúðkaupsferðinni í vor.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey come on mín kæra!!!

Það er langt þangað til apríl kemur og ef þú ert ekki alveg á beit í kökunum þá bara njóttu þess að borða jólasmákökurnar. Það er enn lengra til næstu jóla :-)

Knús og kossar
Inga

15 janúar, 2007 17:10  
Blogger brynjalilla said...

haha thu ert fyndin elsku Rósa, kannast vel vid freistandi tómata sem svo fá ad bída á kostnad sukkuladis eda álíka. Er fegin ad vera búin med piparkökurnar. Annars er í mér engin efi ad thú verdir glaesileg a sundlaugarbakkanum í Egyptalandi, vildi bara ad eg gaeti sed thig thar med eigin augum.

16 janúar, 2007 11:27  
Blogger Kristín said...

Ég vildi líka að ég gæti komið til Egyptalands, en það er ólíklegt að það komist inn á fjárlög heimilisins.
Þú ert skráð á kvennakvöldið og þar verður góður freistandi og hollur matur og berjasafi með.

17 janúar, 2007 10:00  
Blogger Fnatur said...

Vá þetta þekki ég líka...hmmm síðast bara í dag. Það eru margir tómatar þar til apríl rennur upp.

18 janúar, 2007 01:11  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker