miðvikudagur, janúar 31, 2007

Frönsk forræðishyggja

Tilbreiting dagsins var án efa að fara út í kjörbúð áðan með restina (5) af hádegisverðar ávísunum Marwan fyrir árið 2006 áður en þeir renna úr gildi á morgun. Hér í Frakklandi eru vinnustaðir skildaðir til að sjá starfsfólki sínu fyrir mat í hádeginu. Ef ekki eru mötuneiti fær fólk því úthlutað mánaðarlega littlu tékkhefti með hádegisverðar ávísunum sem hægt er að borga með annaðhvort á veitingastöðum eða í sumum kjörbúðum.
Ég var því með fulla körfu sem búið var að skanna og ég búin að raða snyrtilega ofan í litla græna innkaupa djöfulinn minn sem ég dreg með mér í slík stórinnkaup kom babb í bátinn. Kassapylturinn mátti ekki taka við nema 2 miðum. Þetta hefði ekki verið mikið mál ef þeir rynnu ekki út daginn eftir. Það var því nú eða aldrei að nota miðana. Ég fór því að tína aftur upp úr innkaupa djöflinum til að hann gæti mínusað úr kassanum upp að því sem samsvarar 2 miðum. Þar sem ég var að versla skemtilegar vörur eins og grænmeti viktað á kassa og ýmislegt annað fór eitthvað í vitleisu hjá honum og kallað var á yfirmanneskjuna. Hálf þurprumpulega konu, sem að mínu mati mætti hafa sig aðeins betur til í starfi, allavega fara í klippingu og skipta um hárgreiðslu, sem er akkúrat engin.
Yfirmanneskjan kom og sá undir eins að ég var að versla ýmislegt sem flokkast undir "ólöglega vöru" til að borga með slíkum miðum, eins og þvottalög og rauðvín. Úr varð að kaupin í heild yrðu mínusuð úr kassanum. Yfirmanneskjan tíndi svo eitthvað af "löglegum vörum" til upp að rúmlega tveimur miðum. Mismunin og "ólöglegu vörurnar" borgaði ég svo með kortinu mínu. Tók afganginn af vörunum sem ekki höfðu enn verið keyptar stillti mér upp við næsta kassa og borgaði með 2 miðum í viðbót. Ég fékk engin komment frá yfirmanneskju né neinum öðrum.
Ég á semsagt einn miða eftir, kíki aftur í búðina fyrir tíu í kvöld og kaupi eitthvað fyrir hann. Líður okkur ekki öllum betur núna!

6 Comments:

Blogger Fnatur said...

Hahaha mikið hefur þetta verið skemmtileg búðarferð. Löglegar og ólöglegar vörur....þetta er frábært.

31 janúar, 2007 19:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir síðast,
rakst á þig á síðu Parísardömunar.
Fara rómó út að borða fyrir afgangsmiðana, fullt af stöðum sem taka miðana líka á kvöldin.
kv
Bryn

01 febrúar, 2007 14:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska svona dreka sem passa upp á að allar reglurnar séu virtar. Það er eina leiðin til að afbera stundirnar með þeim, elska þá.

02 febrúar, 2007 10:06  
Blogger brynjalilla said...

ah getur verið að þessi kona hafi verið af sænskum ættum, hljómar svo mikið þannig....vona að þú eigir góða helgi Rósa mín.

02 febrúar, 2007 17:06  
Blogger Fnatur said...

Góða helgi Rósa.
Vona að þið eigið góðar stundir með ólöglegu vörunum ykkar;)
Þær bragðast víst alltaf best.

02 febrúar, 2007 22:13  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta hljómar nú bara næstum því eins og skömmtunarmiðar á stríðsárum.
kv.

06 febrúar, 2007 00:20  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker