þriðjudagur, janúar 02, 2007

Nýár

Mikið er alltaf góð tilfinning að byrja nýtt ár. Búið að endurhlaða nýjum og ferskum dögum á dagatalið. Þetta er pínulítið eins og að byrja á núlli, allt er ennþá mögulegt.
Áramótunum fögnuðum við hérna heima með góðri máltíð og kampavínsflösku á miðnætti. Vorum reyndar boðin í partý en gerðum okkur upp veikindi. Kanski lélegt af okkur en við nentum enganvegin að vera innan um emjandi drukkið lið og allt of háa tónlist og liggja með höfuðverk af öllu saman á fyrsta degi ársins. Enda er það líklegast versta aðferðin til að taka á móti nýju ári.
Fórum út að borða í gærkvöldi í tilefni af afmælinu mínu. Fundum loksins boðlegan indverskann veitingastað í París. Búin að prófa þá nokkra en alltaf orðið fyrir vonbrigðum þangað til í gær. Þvílík unaðs máltíð. Löbbuðum langleiðina heim á eftir til að koma meltingunni af stað sem átti mikið verk fyrir höndum, þrátt fyrir rigningu, rok og hæla.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt árið kæra vinkona og takk fyrir öll þau gömlu.
Mikið skil ég ykkur að hafa ekki nennt í partýstúss um áramótin - ég var samt að rifja það upp með sjálfri mér á gamlárskvöld öll þau gamlárskvöld sem við eyddum saman í denn, manstu, í heimboðum hjá Pétri frænda og svo farið í bæinn til að ráfa um í kulda og hálfgerðu reiðileysi...úff. ...og ekki má gleyma afmælunum þínum sem eldri táningar hehe "Rósa mín, amma þín er að koma og ég er búin að setja á tertu ...." æ það er svo gaman að rifja þetta upp :)

02 janúar, 2007 17:22  
Blogger Rustakusa said...

Og hvar er svo indverski veitingastaðurinn? :-)
Ég get ekki beðið með að koma aftur til Parísar og taka göngu með Parisardömunni henni Kristinu.

03 janúar, 2007 16:26  
Blogger imyndum said...

;) ég var einmitt að renna yfir sömu mynningar og þú Ingveldur og get ekki sagt annað en að ég hafi brosað út í bæði yfir þeim.

Blessuð Rustakusa, Indverski staðurinn heitir Old Jawad og er í hverfinu við gömlu Óperuna, númer 1 við götu sem heitir rue Monsigny. Og nei, það verður sko enginn svikinn af því að rölta um París undir leiðsögn Parísardömunar.

03 janúar, 2007 17:40  
Blogger Kristín said...

Aha, ég er alltaf að leita að nýjum stöðum sem ég get svo sett á netsíðuna þegar ónytjungurinn bróðir minn hefur lagað hana fyrir mig.
Fékkstu meil um 20. janúar? Gleymdi alveg að segja þér frá kvennakvöldinu þá...

04 janúar, 2007 18:30  
Blogger Kristín said...

Og vitanlega: Kærar þakkir fyrir síðast, indælt kvöld, verðum að gera þetta oftar.

04 janúar, 2007 18:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessud Kristin, ju eg fekk postinn um kvennakvoldid og maeti galvosk tann 20. Er ad kafna i vinnu tessa dagana og kemur tad tvi sem kaerkomin tilbreiting.

Takk einnig fyrir okkur um daginn, verulega naes kvoldstund sem eg vona vid getum endurtekid sem fyrst

06 janúar, 2007 17:16  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með daginn um daginn, mín kæra, hvað varstu aftur??? 27 er það ekki???
var að senda þér mail, vona að ég hafi haft rétt netfang annars máttu lát mig vita ef það hefur ekki komist til skila;)
kveðja Lóa

07 janúar, 2007 22:06  
Blogger imyndum said...

He he.. jú Lóa akkúrat 27 ára ;)

09 janúar, 2007 15:36  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker