þriðjudagur, janúar 09, 2007

Tropical Paris

Í dag er 15 stiga hiti á opinberum mælum hér í borg allt frá því snemma í morgun. Seinniparturinn bætti við sig með blússandi sólskyni. Frakkar eru alveg stein hissa á þessu. Auðvitað hafa allir heyrt talað um breytt loftslag í heiminum og hækkandi hitastig. En þeir héldu greinilega að þetta væri eitthvað sem gerist bara í sjónvarpinu... eða einhverstar annarstaðar en hjá okkur.
Um helgina þar sem við röltuðum um götur borgarinnar í blíðunni rákumst við á fyrsta útsprungna blóm ársins, sem að þessu sinni var ekki gulur fífill heldur rauð rós! Er það samt ekki merki um mikla ást og hamingju á árinu ;) Ég get ekki trúað öðru.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð Rósa og gleðilegt ár.
Yndislegt fyrir ykkur að fá svona gott veður í janúar. Það styttir veturinn svo mikið. Falleg blómamyndin.

Kv, Fanney

09 janúar, 2007 21:40  
Anonymous Nafnlaus said...

kæra Rósa Rut langar til að óska þér farsældar og margra hamingjustunda á nýju ári og megi rauða rósin verða þér tákn um upphaf þess.
kær kveðja
Áslaug

10 janúar, 2007 02:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég væri alveg til í 15 stiga hita og sól .... skemmtileg þessi rós sem boðar örugglega góða tíma :) Kannski er þetta kveðja frá ömmu gömlu ...

10 janúar, 2007 09:46  
Blogger imyndum said...

Takk fyrir stelpur, jú rósin veit sjálfsagt á góða tíma.

Annars var ég að hugsa mikið til ömmu í gær, skoða myndir og rifja upp atvik. Hún var enn mjög nálægt mér þegar við fórum að borða og allt í einu fór rafmagnið af húsinu. Við enduðum því í kertaljósa dinner sem passaði einstaklega vel við matinn. Rauðvínið, kjötið, kertaljósið og þessa óvenjulegu kyrrð.

Einhverstaðar innan í mér fanst mér eins og hún væri að láta mig vita af sér líka.

;) Þetta var besta rafmagnsleysi sem ég hef lent í.

10 janúar, 2007 11:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Já veistu amma hefur líka verið að láta vita af sér í mínu lífi. Til dæmis nóttina áður en hún dó þá var ég alveg ónýt því mér leið svo illa en vissi ekkert af hverju. Fór svo ekki í vinnuna en var ósköp ánægð með að hafa ekki farið þegar mamma hringdi og sagði mér fréttirnar. En já sú gamla er enn hjá okkur það er alveg ljóst.

Knús og kossar,
Inga

11 janúar, 2007 15:15  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker