þriðjudagur, janúar 23, 2007

Helgin

Snobbveislan a föstudagsköldinu tókst ágætlega, maturinn reyndar ekki jafn góður og búast mætti við af jafn flottum veitingastað en það er langt síðan ég hef dansað jafn mikið og þetta kvöld. Veturinn sem er skollin á núna var ekki enn farinn að láta kræla á sér og gátum við því rölt um í næturblíðunni á eftir þrátt fyrir bera leggi og opna skó. Vegna fjölda áskoranna læt ég fylgja með mynd af kjólnum góða og dömunni sem klæddist honum.
Kvennakvöld íslenskra valkyrja í Frakklandi á laugardagskvöldinu var hinsvegar vítamínsprauta mánaðarins, og ekki veitir af svona rétt eftir hátiðarnar. 47 íslenkar konur mættu á svæðið víðsvegar frá þó svo flestar komi af Parísarsvæðinu. Þessi kvöld gera alltaf meiri og meiri lukku hvert ár og yrði ég ekki hissa að eftir nokkur ár reyndu landsbyggðar konur einnig að láta sig ekki vanta. Konur á öllum aldri, stærðum og gerðum, sumar búnar að vera einungis í nokkra mánuði og aðrar upp undir 45 ár og það eitt eigum við allar sameiginlegt að vera íslenskar og búa í Frakklandi. En allt eru þetta konur sem eru að gera merkilega hluti. Mikið af tónlistarfólki, myndlistarkonum og leikkonum, allskonar fræðingar og konur með hin ýmsu sérsvið. Þessi kvöld eru svo hressandi og skemtileg. Kristín sem stendur fyrir þessu á mikið hrós skilið fyrir framtakið.
Annars líða dagarnir hver af öðrum núna, skoða íbúðir, skoða brúðarkjóla og viðeigandi. Fer eitthvað minna fyrir ritgerðarskrifum. Skila inn fyrsta loka eintaki af ritgerðinni til prófesorsins míns áður en ég fer til Egyptalands í lok mars. Þarf kanski að stessa mig aðeins meira á þessu.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvísa!!

Þú ert svo glæsileg og ég veit þú verður það líka í brúðkaupinu þínu í apríl. ÉG varð aftur á móti komin með bumbuna út í loftið sem er líka fínt því þá get ég borðað eins og ég vil því ég verð hvort eð er "feit"!!! Annars er ég að kíkja á útsölur þessa dagana og athuga hvort það eru einhverjir sparikjólar en það er voða lítið um þá núna. Ég lofa samt að verða ekki alsber í brúðkaupinu :-)

Kv. Inga Jóna

23 janúar, 2007 16:40  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þú ert svaka virðuleg í þessu gervi og ég dauðöfunda þig af því að fara að skila inn LOKA-drafti af ritgerðinni. Verðurðu nokkuð flutt frá París þegar ég kem til Cambridge??

23 janúar, 2007 16:54  
Blogger imyndum said...

Takk fyrir það stelpur,.. þetta er nú bara fyrsta loka draft... ekki eins og ég sé að fara að verja á morgun ;)Og nei, við verðum hér eitthvað áfram

23 janúar, 2007 17:03  
Blogger Fnatur said...

Geðveikur kjóll Rósa og þú glæsileg í honum. Gaman hvað þið skemmtuð ykkur vel.

23 janúar, 2007 18:40  
Blogger brynjalilla said...

Glaesileg kona Rósa, flottari en thegar eg sá thig í bleika tjullpislinu med axlabönd hahaa. En gott ad heyra ad allt gengur vel og glaesilegt ad vera í upphafi lokaspretts Doktorsritgerdar.

IngaJónalilla, takk fyrir sídast og til hamingju med bumbuna, knúsirús

24 janúar, 2007 11:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það Brynja :-)
Rósa og Ingveldur eru að ég held næstum því jafn spenntar og ég ef ekki spenntari. Svo þetta er voða gaman.

24 janúar, 2007 13:31  
Blogger Hildurina said...

Elsku Rósa mín, ég trúi því ekki að ég hafi fundið þig svona fyrir tilviljun í bloggheimum! Á eftir að sökkva mér í lestur á eldra bloggi hlakka til! Kveðja Hildur Hinriks, fyrrv. nágranni og vinkona hehe ps til hamingju með afmælið 1. jan.. gleymi aldrei ammilinu þínu!

25 janúar, 2007 02:02  
Blogger Magnús said...

Bumb! Geðveikt! Til hamingju!

25 janúar, 2007 21:34  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker