Sólarhringurinn ansi þétt setinn þessa dagana. Komst að því að hrukkan hræðilega, sem aftur lét kræla á sér, var ekki annað en krumpa sem myndast þegar ég hef setið með vinstri hönd undir vinstri vanga og ýtt þannig kinninni nettilega uppávið, myndast eftir nokkra klukkutíma stöðu í viðkomandi stellingu.
Var á norðurslóða þingi hér í París um helgina, eða frá fimmtudegi þar til í gærkvöldi. Ansi stíf dagskrá og að sjálfsögðu mjög mis áhugaverð. Mikið rætt um loftslagsbreytingar eins og oft á slíkum þingum. Það virðist snerta fólk meir að ísbirnir séu svangir og því í hættu heldur en að fólk á norðurslóðum sé oft illa statt. Ætli það sé einfaldlega ekki of mikið af svöngu fólki í heiminum til að það teljist áhugavert?
Ráðstefnunni lauk með framsetningu á nýrri alþjóðlegri yfirlýsingu um samvinnu norðurslóða að aðrbærari framtíð bæði náttúru- og menningarlega séð. Grænlensk vinkona mín sem einnig er mannfræðingur varð næstum orðlaus yfir hversu auðvelt þetta væri. Sagði að grænlendingar hefðu dreymt um að koma á svipaðri yfirlýsingu í langan tíma en ekki getað. Það skipti greinilega öllu máli að þekkja rétta fólkið. Grænlendingar búa hinvegar í þeim raunveruleika að danir stjóna landinu, þó svo það sé svokölluð heimastjórn þá eru flest stórfyfirtæki og menntastofnanir stýrðar af dönum, sem eiga ekki gott með að láta af því hugmyndafræðilega valdi sem þeir hafa. Gærnlengingar þurfa því endalaust að passa sig á því sem þeir standa fyrir innan stofnunarinnar eða akademíunar til þess hreinlega að vera vissir um að halda stöðunni sinni. Ömurleg aðstæða sem ákveðinn hópur af grænlensku menntafólki er búið að fá sig fullsatt af. Ég hlakka hinsvegar til að sjá hvernig þessari yfirlýsingu verður framfylgt.
Skiladagur á uppkasti nálgast óðfluga og aðrir stórir dagar fylgja þar þétt á eftir. Hef engann tíma fyrir brúðkaupsundirbúning, hann verður tekinn í þéttri törn rétt fyrir brúðkaup, draumar um ljósatíma til að ná af mér mesta blámanum og annað eru flognir út um gluggann, ég verð komin með doktorsgráðu í tarnavinnu eftir páksa.
Efnisorð: Norðurslóðir