sunnudagur, mars 11, 2007

klukkustundir óskast...

Sólarhringurinn ansi þétt setinn þessa dagana. Komst að því að hrukkan hræðilega, sem aftur lét kræla á sér, var ekki annað en krumpa sem myndast þegar ég hef setið með vinstri hönd undir vinstri vanga og ýtt þannig kinninni nettilega uppávið, myndast eftir nokkra klukkutíma stöðu í viðkomandi stellingu.
Var á norðurslóða þingi hér í París um helgina, eða frá fimmtudegi þar til í gærkvöldi. Ansi stíf dagskrá og að sjálfsögðu mjög mis áhugaverð. Mikið rætt um loftslagsbreytingar eins og oft á slíkum þingum. Það virðist snerta fólk meir að ísbirnir séu svangir og því í hættu heldur en að fólk á norðurslóðum sé oft illa statt. Ætli það sé einfaldlega ekki of mikið af svöngu fólki í heiminum til að það teljist áhugavert?
Ráðstefnunni lauk með framsetningu á nýrri alþjóðlegri yfirlýsingu um samvinnu norðurslóða að aðrbærari framtíð bæði náttúru- og menningarlega séð. Grænlensk vinkona mín sem einnig er mannfræðingur varð næstum orðlaus yfir hversu auðvelt þetta væri. Sagði að grænlendingar hefðu dreymt um að koma á svipaðri yfirlýsingu í langan tíma en ekki getað. Það skipti greinilega öllu máli að þekkja rétta fólkið. Grænlendingar búa hinvegar í þeim raunveruleika að danir stjóna landinu, þó svo það sé svokölluð heimastjórn þá eru flest stórfyfirtæki og menntastofnanir stýrðar af dönum, sem eiga ekki gott með að láta af því hugmyndafræðilega valdi sem þeir hafa. Gærnlengingar þurfa því endalaust að passa sig á því sem þeir standa fyrir innan stofnunarinnar eða akademíunar til þess hreinlega að vera vissir um að halda stöðunni sinni. Ömurleg aðstæða sem ákveðinn hópur af grænlensku menntafólki er búið að fá sig fullsatt af. Ég hlakka hinsvegar til að sjá hvernig þessari yfirlýsingu verður framfylgt.
Skiladagur á uppkasti nálgast óðfluga og aðrir stórir dagar fylgja þar þétt á eftir. Hef engann tíma fyrir brúðkaupsundirbúning, hann verður tekinn í þéttri törn rétt fyrir brúðkaup, draumar um ljósatíma til að ná af mér mesta blámanum og annað eru flognir út um gluggann, ég verð komin með doktorsgráðu í tarnavinnu eftir páksa.

Efnisorð:

4 Comments:

Blogger brynjalilla said...

já það er alltaf athyglistvert hvað snertir fólk, við erum svo undarlega firrt. Var einmitt að horfa á annars ágætt myndband með Al Gore þar sem hann leggur sitt af mörkum til að vekja fólk til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Benti m.a. á þá staðreynd að ísbirnir séu farnir að drukkna vegna þess að yfirborð íss fer minnkandi. Ég sárvorkenndi ísbjörnunum og er búin að vera ansi duleg að flokka ruslið mitt þessa helgi. HLakka til að hitta þig elsku Rósa og skelltu þér bara í svona brúnkumeðferð á snyrtistofu og segðu blámanum stríð á hendur, það ætla ég að gera.

11 mars, 2007 17:37  
Blogger Fnatur said...

Já það er margt gott sem Al Gore hefur verið að gera í sambandi við global warming og kanar mættu heldur betur taka sig á í þeim málum. Hins vegar má gagnrýna hann fyrir að predika en lifa ekki eftir miklu að sinni speki sjálfur. Keyrir um á hlussujeppum, flýgur með einkaþotum og fleira mætti telja upp. Æi ég ætlaði ekki að byrja að þusa um þessi mál haha...Brynja þú byrjaðir ;)
Já það er þessi blessaði blámi sem við þekkjum allar svo vel. Já eina sem dugar við því er að feika það með brúnkukremunum góðu ;)
Gangi þér annar vel í öllu streðinu, mikið verður það gaman þegar kemur loksins að brúðkaupsdeginum og þú getur slappað af.
Kær kveðja, Fanney

13 mars, 2007 01:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Já elsku systir þú ert töffari og ég veit þú "masterar" þessa tarnavinnu og svo hittumst við eftir ca. 17 daga í Kaíró. Vá hvað ég hlakka til að sjá þig og knúsa þig :-)

Kv. Inga

14 mars, 2007 10:50  
Anonymous Nafnlaus said...

já núna eru bara rétt tæplega 3 vikur í að við komum... vá ég hlakka svo til. Er öll útstungin eftir bólusetningar og veit að Ingveldur er líka að fara í þann pakka en það er þess virði. Svo var ég að panta klippingu í dag til að vera tímalega í því svo maður líti ekki út eins og gömul rolla þegar maður mætir á svæðið. Svo á ég inni brúnkumeðferð í Laugum þar sem þeir klúðruðu mínum málum fyrir árshátíð Icelandair svo ég ætla að taka sénsinn og fara núna svo ég verði ekki með þennan margumrædda bláma he he.. svo þarf maður að fara að kíkja í fataskápinn og sjá hvað er nothæft svo það er margt framundan...en ég hlakka bara svo til. kreist og knús Þórdís

14 mars, 2007 12:05  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker