þriðjudagur, mars 20, 2007

Tilhlökkun

Nú er vika þar til ég flíg út til Kaíró. Kuldakastið sem skollið er á fær mig enn frekar til að hlakka til. Sullar við frostmark yfir nóttina og kemst mest upp í um átta gráður yfir daginn með nýstandi vindi og leiðindum. Fæst einganvegin til að koma mér út úr húsi, svo miklu betra hérna heima við tölfuna með heitann tebolla.
Kaíró bíður mín hinsvegar með vori og sól. Ég hlakka til að skoða hótelið og garðinn þar sem við ætlum að halda veisluna okkar, ávkarða uppröðun á borðum og skreitingar. Egypska venjan er víst að brúðhjónin sitji á stalli í einskonar hásæti. Þrátt fyrir að tendó þyki þetta ætti að vera þannig þá hefur Marwan víst þvertekið fyrir það, og sagt að við ætlum að sitja til borðs eins og allir aðrir. Ég verð nú að segja að ég sé fegin því, tilhugsunin að sitja eins og sýningargripur allt kvöldið var ekki alveg að gera sig. Allt í kringum þessa veislu er hinsvegar svo allt öðruvísi en ég hafði hugsað mér hérna í denn að brúðkaupið mitt myndi líta út. Enda datt mér aldrei í hug að ég myndi giftast Egypta. Ég hafði ímyndað mér littla athöfn við fallegan íslenskann foss, berfætt í léttum sumarkjól með blóm í hárinu og á eftir yrði grillpartý og bjór.
Þessi veisla er hinsvegar eitthvað sem líkist meira draumi að prinsessubrúðkaupi með 1001 nótt ívafi. Ekki svo að skilja að ég sé ekki spent. Auðvitað er ég spennt og svo auðmjúk að eiga svona yndislega fjölskyldu og vini sem koma um langan veg að gleðjast með okkur. Ég er hinsvegar minna stressuð yfir smáatriðum eins og hásæti/ekki hásæti, þetta lagið eða eitthvað annað. Allur pakkinn er mér svo framandi að ég hef litla skoðun enn á hvernig þetta eigi allstaman að vera, svona enn sem komið er. Sjáum til hvort það breytist þegar ég mæti á svæðið.
Það eina sem skiptir raunverulegu máli er að fagna ást okkar og lofast hvort öðru í augliti fjöskyldu og vina.
;) ég hlakka svo til

Efnisorð:

5 Comments:

Blogger brynjalilla said...

já það er sko gott að vera inni við tölvuna með tebolla, hlakka svo til Rósa mín að fá að taka þátt í þessu með ykkur Marvan og njóta þess að leika aukahlutverk í 1001 nótt. Ég skil ykkur mjög vel með hásætið, enda lítil þörf á þar sem það á eftir að skína af ykkur langar leiðir, það mun ekki fara milli mála hver brúðhjónin verða. Sjáumst eftir tæpar 2 vikur og gangi þér vel í undirbúningnum, mundu bara að njóta og vera sátt við tilhögunina.

20 mars, 2007 17:17  
Blogger brynjalilla said...

ps: hlakka líka alveg roalega til og...lýsingin þín á veðrinu á við sænska vorið þessa dagana sem ég er svo ákaflega ánægð með, en líklega myndi hvína í mér ef ég væri í heimsókn í París, þar á að vera heitt og mátulega heiðskýrt!

20 mars, 2007 20:20  
Blogger Hildurina said...

Hæ Rósa mín, ég var að koma heim af spítalanum í dag lennti í smá hremmingum en drengurinn er flottur og hraustur og ég að koma til!
Hlakka til að sjá myndir úr brúðkaupinu!
Knús úr Firðinum
Hildur Hinriks

22 mars, 2007 21:38  
Blogger imyndum said...

Blessuð Hildur, enn leiðinlegt að heyra af hremmingunum en gott að ykkur er farið að líða betur. Hlakka til að sjá myndir af nýja snáðanum. Vona að ykkur líði sem best

23 mars, 2007 10:49  
Anonymous Nafnlaus said...

núna bara tel ég dagana þar til við komum og þeir eru ekki margir júhú... hlakka geðveikt til og samræður mínar við Ingveldi og Brynju á msn snúast eingöngu um Egyptaland þetta og Egyptaland hitt... Náði að kaupa mér aðeins af fötum í usa sem henta frábærlega vel í þessa ferð á bara eftir að kaupa bikiníið og þá er ég tilbúin eða þannig he he... koss og knús Þórdís

28 mars, 2007 11:51  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker